Show me the money! Edda Garðarsdóttir skrifar 10. mars 2012 09:25 Mynd/Stefán Eftir nýliðið fótboltaár þurfti ég að setjast að samningaborði með knattspyrnufélaginu mínu hér í Örebro. Hér hef ég spilað við góðan orðstír síðan í ársbyrjun 2009 og hef haldið áfram að bæta minn leik hægt og bítandi þó ég sé að nálgast eftirlaunaaldur fótboltalega séð (Katrín Jónsdóttir fyrirliði landsliðsins er sem betur fer enn að teygja mörkin). Því miður bý ég ekki svo vel að geta söðlað um og ráðið umboðsmann í samningaviðræður. Mér finnst þær hvimleiðar vegna þess að ég er af gamla skólanum og á mjög erfitt með að biðja um peninga fyrir að gera það sem mér finnst skemmtilegast, þ.e.a.s. spila fótbolta. Þarna þurfti ég að sitja og tala um eigið ágæti, hvað ég hefði gert fyrir félagið og sem leikmaður. Einnig þurfti ég að sýna og „selja" æfingaplanið mitt utan æfinga með félaginu og sannfæra nýja stjórn í félaginu, sem ég er búin að spila fyrir í þrjú ár, um að ég væri afreksíþróttakona og ómissandi (enginn er ómissandi). Í þetta sinn sat ég með meiðslapakka á bakinu eftir „smá" misheppnað ár 2011. Löng saga stutt: Tognun í febrúar, opið (skrautlegt) nefbrot í maí og rifinn liðþófi í hné í lok ágúst. Þeir sem að hafa meiðst vita það að endurhæfing tekur mun meiri tíma en venjulegar æfingar, og reynir töluvert mikið meira á taugarnar. Þetta voru þeir ekki að skilja og töluðu við mig eins og ég hefði verið í sumarfríi síðan í september og virtust ekki vita að konur æfa jafnmikið eða meira en karlar til að vera í fremstu röð. En með „frekjunni" (af því að ég er kona) tókst mér að sannfæra þá um að ég væri happafengur og þeir ættu að reyna að næla sér í fleiri íslenskar fótboltakonur af því að við erum vanar að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Ég fór skjálfandi út af þessum fundi. Athugið þó að hér er ég að biðja um algjör lágmarkslaun og kort í ræktina, basic. Þetta er harður heimur. Maður er alltaf að berjast fyrir tilvist sinni sem íþróttamaður. Það eru ekki margir íþróttamenn sem geta lifað á því að æfa og keppa í sinni íþrótt. Kudos til þeirra, ég samgleðst hverjum þeim sem getur framfleytt sér á þann hátt. Það gerði ég í eitt ár. En það kostar að lifa og það er ekki sjálfgefið að eiga í sig og á þegar maður er íþróttamaður. Ég hef verið heppin að geta unnið með fótboltanum en samt getað æft eins og mörður. Oft á tíðum hef ég unnið 100% vinnu og svo eina eða tvær aukavinnur. Í dag gæti ég þetta aldrei. Hér í Svíþjóð vinn ég 50% vinnu og svo æfi ég og keppi í fótbolta í efstu deild. Það er mikið vinnutap og mikið um launalaus frí. Ég er samt þakklát fyrir að vera með vinnu af því að annars væri þetta ekki hægt nema með herkjum. Vinnan göfgar manninn. Ef ég ætti kost á því að þurfa ekki að vinna myndi ég glöð troða mér fremst í þá röð til að vera í allra fremstu röð. Styrki hef ég aldrei fengið þó ég hafi sótt um þá nokkrum sinnum. Ég hef aldrei verið á samningi hjá neinu fyrirtæki. Mér hafa stundum verið gefnir fótboltaskór í gegnum árin og það er ég þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa þetta tækifæri hérna í Svíþjóð, hef nýtt það og mun nýta það áfram. Á nýju ári munu koma ný tækifæri og nýir tímar. Ég bukta mig og beygi fyrir afreksíþróttafólki sem á þess kost að geta farið á Ólympíuleika og úrslitakeppnir í HM, þá bæði ófatlaðra og fatlaðra. Ég er í þessu fyrir sjálfa mig, fyrir sálina, líkamann og svo auðvitað land og þjóð. Áfram Ísland! Pistillinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Eftir nýliðið fótboltaár þurfti ég að setjast að samningaborði með knattspyrnufélaginu mínu hér í Örebro. Hér hef ég spilað við góðan orðstír síðan í ársbyrjun 2009 og hef haldið áfram að bæta minn leik hægt og bítandi þó ég sé að nálgast eftirlaunaaldur fótboltalega séð (Katrín Jónsdóttir fyrirliði landsliðsins er sem betur fer enn að teygja mörkin). Því miður bý ég ekki svo vel að geta söðlað um og ráðið umboðsmann í samningaviðræður. Mér finnst þær hvimleiðar vegna þess að ég er af gamla skólanum og á mjög erfitt með að biðja um peninga fyrir að gera það sem mér finnst skemmtilegast, þ.e.a.s. spila fótbolta. Þarna þurfti ég að sitja og tala um eigið ágæti, hvað ég hefði gert fyrir félagið og sem leikmaður. Einnig þurfti ég að sýna og „selja" æfingaplanið mitt utan æfinga með félaginu og sannfæra nýja stjórn í félaginu, sem ég er búin að spila fyrir í þrjú ár, um að ég væri afreksíþróttakona og ómissandi (enginn er ómissandi). Í þetta sinn sat ég með meiðslapakka á bakinu eftir „smá" misheppnað ár 2011. Löng saga stutt: Tognun í febrúar, opið (skrautlegt) nefbrot í maí og rifinn liðþófi í hné í lok ágúst. Þeir sem að hafa meiðst vita það að endurhæfing tekur mun meiri tíma en venjulegar æfingar, og reynir töluvert mikið meira á taugarnar. Þetta voru þeir ekki að skilja og töluðu við mig eins og ég hefði verið í sumarfríi síðan í september og virtust ekki vita að konur æfa jafnmikið eða meira en karlar til að vera í fremstu röð. En með „frekjunni" (af því að ég er kona) tókst mér að sannfæra þá um að ég væri happafengur og þeir ættu að reyna að næla sér í fleiri íslenskar fótboltakonur af því að við erum vanar að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Ég fór skjálfandi út af þessum fundi. Athugið þó að hér er ég að biðja um algjör lágmarkslaun og kort í ræktina, basic. Þetta er harður heimur. Maður er alltaf að berjast fyrir tilvist sinni sem íþróttamaður. Það eru ekki margir íþróttamenn sem geta lifað á því að æfa og keppa í sinni íþrótt. Kudos til þeirra, ég samgleðst hverjum þeim sem getur framfleytt sér á þann hátt. Það gerði ég í eitt ár. En það kostar að lifa og það er ekki sjálfgefið að eiga í sig og á þegar maður er íþróttamaður. Ég hef verið heppin að geta unnið með fótboltanum en samt getað æft eins og mörður. Oft á tíðum hef ég unnið 100% vinnu og svo eina eða tvær aukavinnur. Í dag gæti ég þetta aldrei. Hér í Svíþjóð vinn ég 50% vinnu og svo æfi ég og keppi í fótbolta í efstu deild. Það er mikið vinnutap og mikið um launalaus frí. Ég er samt þakklát fyrir að vera með vinnu af því að annars væri þetta ekki hægt nema með herkjum. Vinnan göfgar manninn. Ef ég ætti kost á því að þurfa ekki að vinna myndi ég glöð troða mér fremst í þá röð til að vera í allra fremstu röð. Styrki hef ég aldrei fengið þó ég hafi sótt um þá nokkrum sinnum. Ég hef aldrei verið á samningi hjá neinu fyrirtæki. Mér hafa stundum verið gefnir fótboltaskór í gegnum árin og það er ég þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa þetta tækifæri hérna í Svíþjóð, hef nýtt það og mun nýta það áfram. Á nýju ári munu koma ný tækifæri og nýir tímar. Ég bukta mig og beygi fyrir afreksíþróttafólki sem á þess kost að geta farið á Ólympíuleika og úrslitakeppnir í HM, þá bæði ófatlaðra og fatlaðra. Ég er í þessu fyrir sjálfa mig, fyrir sálina, líkamann og svo auðvitað land og þjóð. Áfram Ísland!
Pistillinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti