Mamma, ég held að þú sért með krabbamein Sabine Leskopf skrifar 10. mars 2012 11:00 Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun