Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi 20. mars 2012 00:00 við skólann Ozar Hatorah-skólinn fyrir gyðinga er í norðausturhluta Toulouse. Lögreglumenn rannsökuðu vettvanginn í gær. fréttablaðið/ap Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. [email protected] Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. [email protected]
Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira