Umfangsmiklar húsleitir hjá Samherja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. mars 2012 00:01 Við skrifstofu samherja í reykjavík í gær Húsleitir fóru fram samtímis í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í Reykjavík auk þess sem gagna var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja.Fréttablaðið/pjetur Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira