Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja langt komin! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. apríl 2012 06:00 Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Þótt jákvætt sé að ítök bankanna séu að minnka bendir Samkeppniseftirlitið réttilega á að skuldsetning fyrirtækjanna sé að meðaltali enn há í alþjóðlegum samanburði. Skuldamargfaldarar eru þó nokkuð mismunandi eftir atvinnugreinum eins og gengur. Of mikil skuldsetning getur dregið kraftinn úr fyrirtækjunum og gert þau viðkvæmari fyrir áföllum. Það er því mikilvægt fyrir bankana að útskrifa ekki fyrirtækin eftir endurskipulagningu óhóflega skuldsett. Slíkt gæti reynst skammgóður vermir, skaðað bankana sjálfa til lengdar og orðið dragbítur á hagvöxt.Lykilfyrirtæki standa mörg sterkt Sem betur fer eru mörg burðarfyrirtæki í mikilvægum atvinnugreinum að ná vopnum sínum og að komast í þá stöðu að geta fjárfest og vaxið. Því fylgir að þau þessara fyrirtækja sem á því þurfa að halda geta betur fjármagnað sig hjá erlendum bönkum. Slíkt er nauðsynlegt fyrir stór útflutnings- og framleiðslufyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Mörg þekkingar- og sprotafyrirtæki eru á mikilli siglingu og hafa nýtt sér vel lágt gengi krónunnar og meira olnbogarými en á árunum fyrir hrun. Ljóst er að fjárhagsstaða margra stærstu og almennt vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja hefur batnað til mikilla muna síðustu þrjú árin. Hvað mestur er þó krafturinn í ferðaþjónustutengdum greinum nú um stundir. Fjölmörg önnur mikilvæg fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði hafa einnig farið í gegnum endurskipulagningu og eru að komast í rekstrarhæft form á nýjan leik. Almennt miðar því í rétta átt í þessum efnum og aukinn skriðþungi hefur komist á fjárhagslega endurskipulagningu atvinnulífsins sl. ár. Mjög fróðlegt væri að fá greiningu af svipuðum toga frá Samkeppniseftirlitinu hvað snertir skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og árangrinum af „beinu brautinni" svokölluðu. Ekki svo að skilja að standi á Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum ef fjármunir væru til staðar.Litlar breytingar á skipulagi markaða áhyggjuefni Innan við 10% af 120 stærstu fyrirtækjunum hafa farið í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt kemur fram að einungis eitt fyrirtæki af þessum 120 er ekki lengur til sem slíkt í dag. Það er athyglisverð staðreynd í ljósi hrunsins 2008 og þess hversu skelfilega laskaður fjárhagur velflestra fyrirtækjanna þá var. Áhersla bankanna hefur því augljóslega verið á að endurskipuleggja fjárhagslega þau fyrirtæki sem lentu í kröggum frekar en að setja þau í þrot. Á þessu geta verið ýmsar hliðar sé horft til samkeppnissjónarmiða, en enginn vafi er á því í huga undirritaðs að með þessu hafa bjargast mikil verðmæti og ófá störf. Í ljósi þess að íslenskt viðskiptalíf hefur lengi einkennst af fákeppni á mörgum sviðum er þó ástæða til að slá ýmsa varnagla. Auðvitað skýrist það meðal annars af fámenninu, landfræðilegum aðstæðum o.fl. en breytir ekki um eðli við það. Tengsl stórfyrirtækja, sérhagsmunahópa og stjórnmála hafa auk þess verið of mikil á síðustu árum og áratugum og hollt að minnast þess hvert slíkt getur leitt, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í því ljósi m.a. hefur það ýmsa kosti að erlend fyrirtæki hasli sér frekari völl hér á landi til að efla samkeppni og slá á kunningja- og hagsmunatengslin. Þetta sjáum við tekið að gerast eins og dæmin um Bauhaus, Bygma, MP banka og EasyJet sanna. Í sama anda gæti það verið áhugavert ef t.d. einn af stóru bönkunum kæmist í eignatengsl við traust erlent fjármálafyrirtæki á næstunni. Að öllu samanlögðu má því segja að ferskari vindar séu teknir að blása um efnahagslífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins er fróðleg samantekt um fyrirtækjaumhverfið á Íslandi. Hún staðfestir sem betur fer að umtalsverð breyting til batnaðar hefur orðið nú síðustu misserin við endurskipulagningu 120 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi. Þannig voru bankarnir með ráðandi stöðu í 27% af þessum fyrirtækjum nú í ársbyrjun 2012 samanborið við 68% árið 2009 og 46% í upphafi árs 2011. Mikið hefur því gerst á tiltölulega stuttum tíma og það er gleðilegt. Enn er þó vitaskuld talsvert óunnið í þessum efnum. Með sama áframhaldi ætti þetta hlutfall þó að verða komið enn neðar í lok ársins og við að nálgast hreint borð. Bein ítök bankanna minnka þá enn frekar án þess að með því sé sagt að lánardrottnar þeirra eigi ekki áfram að veita þeim aðhald. Þótt jákvætt sé að ítök bankanna séu að minnka bendir Samkeppniseftirlitið réttilega á að skuldsetning fyrirtækjanna sé að meðaltali enn há í alþjóðlegum samanburði. Skuldamargfaldarar eru þó nokkuð mismunandi eftir atvinnugreinum eins og gengur. Of mikil skuldsetning getur dregið kraftinn úr fyrirtækjunum og gert þau viðkvæmari fyrir áföllum. Það er því mikilvægt fyrir bankana að útskrifa ekki fyrirtækin eftir endurskipulagningu óhóflega skuldsett. Slíkt gæti reynst skammgóður vermir, skaðað bankana sjálfa til lengdar og orðið dragbítur á hagvöxt.Lykilfyrirtæki standa mörg sterkt Sem betur fer eru mörg burðarfyrirtæki í mikilvægum atvinnugreinum að ná vopnum sínum og að komast í þá stöðu að geta fjárfest og vaxið. Því fylgir að þau þessara fyrirtækja sem á því þurfa að halda geta betur fjármagnað sig hjá erlendum bönkum. Slíkt er nauðsynlegt fyrir stór útflutnings- og framleiðslufyrirtæki með alþjóðlega starfsemi. Mörg þekkingar- og sprotafyrirtæki eru á mikilli siglingu og hafa nýtt sér vel lágt gengi krónunnar og meira olnbogarými en á árunum fyrir hrun. Ljóst er að fjárhagsstaða margra stærstu og almennt vel rekinna sjávarútvegsfyrirtækja hefur batnað til mikilla muna síðustu þrjú árin. Hvað mestur er þó krafturinn í ferðaþjónustutengdum greinum nú um stundir. Fjölmörg önnur mikilvæg fyrirtæki í verslun, þjónustu og iðnaði hafa einnig farið í gegnum endurskipulagningu og eru að komast í rekstrarhæft form á nýjan leik. Almennt miðar því í rétta átt í þessum efnum og aukinn skriðþungi hefur komist á fjárhagslega endurskipulagningu atvinnulífsins sl. ár. Mjög fróðlegt væri að fá greiningu af svipuðum toga frá Samkeppniseftirlitinu hvað snertir skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og árangrinum af „beinu brautinni" svokölluðu. Ekki svo að skilja að standi á Samkeppniseftirlitinu í þeim efnum ef fjármunir væru til staðar.Litlar breytingar á skipulagi markaða áhyggjuefni Innan við 10% af 120 stærstu fyrirtækjunum hafa farið í gegnum gjaldþrot eða nauðasamninga samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt kemur fram að einungis eitt fyrirtæki af þessum 120 er ekki lengur til sem slíkt í dag. Það er athyglisverð staðreynd í ljósi hrunsins 2008 og þess hversu skelfilega laskaður fjárhagur velflestra fyrirtækjanna þá var. Áhersla bankanna hefur því augljóslega verið á að endurskipuleggja fjárhagslega þau fyrirtæki sem lentu í kröggum frekar en að setja þau í þrot. Á þessu geta verið ýmsar hliðar sé horft til samkeppnissjónarmiða, en enginn vafi er á því í huga undirritaðs að með þessu hafa bjargast mikil verðmæti og ófá störf. Í ljósi þess að íslenskt viðskiptalíf hefur lengi einkennst af fákeppni á mörgum sviðum er þó ástæða til að slá ýmsa varnagla. Auðvitað skýrist það meðal annars af fámenninu, landfræðilegum aðstæðum o.fl. en breytir ekki um eðli við það. Tengsl stórfyrirtækja, sérhagsmunahópa og stjórnmála hafa auk þess verið of mikil á síðustu árum og áratugum og hollt að minnast þess hvert slíkt getur leitt, sbr. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í því ljósi m.a. hefur það ýmsa kosti að erlend fyrirtæki hasli sér frekari völl hér á landi til að efla samkeppni og slá á kunningja- og hagsmunatengslin. Þetta sjáum við tekið að gerast eins og dæmin um Bauhaus, Bygma, MP banka og EasyJet sanna. Í sama anda gæti það verið áhugavert ef t.d. einn af stóru bönkunum kæmist í eignatengsl við traust erlent fjármálafyrirtæki á næstunni. Að öllu samanlögðu má því segja að ferskari vindar séu teknir að blása um efnahagslífið.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun