Gengjastríð í Breiðholti í nýrri þáttaröð af Pressu 20. apríl 2012 11:00 Óskar Jónason er að hefja tökur á þriðju seríunni um blaðakonuna Láru í Pressu 3 en serían fer í loftið í haust. „Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." [email protected] Menning Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." [email protected]
Menning Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira