Þörf á endurskoðun 24. apríl 2012 06:00 róbert Spanó Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." [email protected] Landsdómur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." [email protected]
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira