Þessi kvennastörf Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. apríl 2012 06:00 Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Ég hefði mjög gaman af því að mín börn ælust upp við konur í öllum æðstu stöðum þjóðfélagsins. Að þau ælust upp við að ekkert væri sjálfsagðara en kona stjórnaði landinu, konur stjórnuðu ýmiss konar fyrirtækjum og bönkum, háskólum og flugvélum og sjúkrahúsum og kirkjum. Það væri hreint ekki neitt tiltökumál og alls ekki tilefni til umræðu af nokkru tagi, pistlaskrifa, reiðilestra eða skítkasts á netinu. Svona væri þetta bara. Sjálf ólst ég upp við konu við æðstu völd og leit mikið upp til hennar. Fannst svo frábært að við ættum fyrsta lýðræðislega kosna kvenþjóðhöfðingjann í heiminum. Mér fannst þetta svo merkilegt, af því að þetta var mjög merkilegt. Heil þjóð hafði sjálfviljug kosið sér konu til forseta, árið 1980! Ég leit upp til Vigdísar vegna þess að hún er kona og vegna þess að að öllu öðru leyti ólst ég upp við karla við stjórnvölinn, í fyrirtækjum og bönkum, háskólum og flugvélum og sjúkrahúsum og kirkjum. Það var normið, hitt var frávik. Þetta er samt öfugsnúið. Ég veit fullvel að konur geta allt og hef alltaf vitað. Ég freistast meira að segja stundum til að segja að þær geti allt betur en karlar! En það er bara þegar þannig liggur á mér. Auðvitað á kynferðið ekki að vera neitt tiltökumál sama hvaða starfi viðkomandi sinnir. Það er það þó einhverra hluta vegna og ég mun aldrei skilja af hverju. Hvernig í ósköpunum það æxlaðist svo að karlar eru ráðandi kynið í heiminum – bara skil það ekki! Ég vil ekki að dóttir mín kjósi konur í embætti bara af því að þær eru konur eða að sonur minn kjósi aldrei konur, bara af því að þær eru konur. En til þess að það verði þarf það einhvern veginn að verða „ekkert merkilegt" að kona sinni lykilhlutverki. Öll störf verða að vera „kvennastörf"! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Ég hefði mjög gaman af því að mín börn ælust upp við konur í öllum æðstu stöðum þjóðfélagsins. Að þau ælust upp við að ekkert væri sjálfsagðara en kona stjórnaði landinu, konur stjórnuðu ýmiss konar fyrirtækjum og bönkum, háskólum og flugvélum og sjúkrahúsum og kirkjum. Það væri hreint ekki neitt tiltökumál og alls ekki tilefni til umræðu af nokkru tagi, pistlaskrifa, reiðilestra eða skítkasts á netinu. Svona væri þetta bara. Sjálf ólst ég upp við konu við æðstu völd og leit mikið upp til hennar. Fannst svo frábært að við ættum fyrsta lýðræðislega kosna kvenþjóðhöfðingjann í heiminum. Mér fannst þetta svo merkilegt, af því að þetta var mjög merkilegt. Heil þjóð hafði sjálfviljug kosið sér konu til forseta, árið 1980! Ég leit upp til Vigdísar vegna þess að hún er kona og vegna þess að að öllu öðru leyti ólst ég upp við karla við stjórnvölinn, í fyrirtækjum og bönkum, háskólum og flugvélum og sjúkrahúsum og kirkjum. Það var normið, hitt var frávik. Þetta er samt öfugsnúið. Ég veit fullvel að konur geta allt og hef alltaf vitað. Ég freistast meira að segja stundum til að segja að þær geti allt betur en karlar! En það er bara þegar þannig liggur á mér. Auðvitað á kynferðið ekki að vera neitt tiltökumál sama hvaða starfi viðkomandi sinnir. Það er það þó einhverra hluta vegna og ég mun aldrei skilja af hverju. Hvernig í ósköpunum það æxlaðist svo að karlar eru ráðandi kynið í heiminum – bara skil það ekki! Ég vil ekki að dóttir mín kjósi konur í embætti bara af því að þær eru konur eða að sonur minn kjósi aldrei konur, bara af því að þær eru konur. En til þess að það verði þarf það einhvern veginn að verða „ekkert merkilegt" að kona sinni lykilhlutverki. Öll störf verða að vera „kvennastörf"!
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun