Ber virðingu fyrir gömlu og góðu 12. maí 2012 13:00 Þau Greta og Jónsi verða glæsileg á sviðinu í Bakú. „Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira