Segir netárásir á lítið varin fyrirtæki ógnvænlega þróun 16. maí 2012 14:00 Fyrirtækin tregari Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að fyrirtæki eru tregari til að verja fé í netöryggi, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte.Fréttablaðið/Stefán Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. [email protected] Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira