Um "leppshlutverk“ forsetans Skúli Magnússon skrifar 16. maí 2012 06:00 Eitt af markmiðum stjórnlagaráðs við gerð tillögu um nýja stjórnarskrá var að afnema „leppshlutverk forseta" og haga texta stjórnarskrárinnar á þá leið að hann endurspegli raunverulegar heimildir hans. Með þessu er vísað til þess að II. kafli núgildandi stjórnarskrár veiti forseta ýmsar heimildir sem ráðherrar fari með í reynd, t.d. til framlagningar lagafrumvarpa fyrir Alþingi, samninga við önnur ríki og útgáfu bráðabirgðalaga. Skv. tillögu stjórnlagaráðs mun ráðherra og/eða ríkisstjórn þannig hafa þessar heimildir án þess að atbeina forseta þurfi til. Flest ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetann eru sniðin að þeirri stjórnskipun sem tekin var upp í Danmörku við afnám einveldis árið 1849. Þrátt fyrir afnám einveldis fór konungur áfram með mikilvægar heimildir líkt og II. kafli stjórnarskrárinnar endurspeglar enn í dag. Í þeirri „þingbundnu konungsstjórn" sem tekin var upp fólst hins vegar sú grunnmálamiðlun milli konungsvalds og hinna frjálslyndu afla að konungur gat eingöngu framkvæmt vald sitt með atbeina ráðherra. Ráðherrarnir gátu hins vegar þurft að standa þinginu reikningsskap með ýmsum hætti (t.d. með því að svara spurningum þingmanna). Einnig gat þingið ákært ráðherra fyrir brot í starfi líkt og enn er kveðið á um í íslensku stjórnarskránni. Í samræmi við þetta þurfti til staðfestingar mikilvægra stjórnarathafna bæði undirskrift „friðheilags" konungs og ráðherra sem bar lagalega ábyrgð á stjórnarathöfnum. Þessa grunnreglu er nú að finna í 19. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og er eitt þeirra ákvæða sem stjórnlagaráð telur úrelt. Með tilkomu þingræðis í upphafi 20. aldar missti konungur endanlega pólitísk tök sín á ráðherrum. Ráðherrar urðu nú að njóta stuðnings (eða hlutleysis) þingsins og störfuðu því í reynd ekki lengur í umboði konungs heldur á vegum þingsins. Þótt atbeina konungs þyrfti áfram til flestra stjórnarathafna (þ.á m. staðfestingar laga) varð framkvæmdin að lokum sú að konungur beitti ekki völdum sínum í raun. Þeirri skoðun óx fylgi að völd konungs væru einungis formlegs eðlis, ekki aðeins frá pólitísku sjónarhorni heldur einnig lagalegu. Á þessum stjórnskipulega grunni, sem í mikilvægum atriðum byggði á ólögfestum venjum, var lýðveldið Ísland stofnað. Þótt þjóðhöfðingi hins nýstofnaða lýðveldis – forsetinn – væri í flestum atriðum látinn ganga inn í stjórnskipulegt hlutverk konungs var þó róttækt nýmæli að finna í 26. gr. stjórnarskrár. þar sem forseta var fengin sjálfstæð heimild til að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðra breytingu var að finna í 11. gr. stjórnarskrár þar sem Alþingi var veitt heimild til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti yrði leystur frá embætti með þjóðaratkvæðagreiðslu. Veigamesta breytingin, a.m.k. frá pólitísku sjónarhorni, fólst þó í því að forsetinn var kjörinn í almennri kosningu og naut þannig lýðræðislegs umboðs til jafns við þingið. Þótt pólitísk staða forsetans væri með þessu gjörólík stöðu konungs lét stjórnarskrárgjafinn ósagt um áhrif á raunverulegar valdheimildir hans og hlutverk. Aðeins tíminn gat því leitt í ljós hvernig forsetavaldinu yrði beitt og hvernig pólitískt hlutverk forsetans myndi þróast innan þessara stjórnskipulegu marka. Samkvæmt gildandi stjórnskipun felast raunveruleg völd forsetans fyrst og fremst í synjunarvaldi svo og aðkomu að ríkisstjórnarmyndun. Hinu má þó ekki gleyma að „formlega" aðkomu forseta þarf að flestum meiriháttar ákvörðunum ríkisins. Þótt sú venja sé viðtekin að forseti taki ekki afstöðu til málefna sem ráðherra ber undir hann til undirritunar (sbr. „leppshlutverk" forseta) verður forseti ekki neyddur til undirritunar. Þessi aðstaða gefur tilefni til ýmissa álitamála, bæði að því er snertir raunverulegar heimildir forseta, t.d. við tilteknar afbrigðilegar aðstæður sem upp kunna að koma, svo og afleiðingar mögulegrar synjunar. Undir það verður að taka að eðlilegt er að stjórnskipunin sé skýrð um raunverulegar heimildir forseta að þessu leyti svo og lagalega ábyrgð. Sú breyting að afnema „leppshlutverk" forseta hefur hins vegar í för með sér efnislega breytingu á stjórnskipuninni sem verður að vega og meta sem slíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum stjórnlagaráðs við gerð tillögu um nýja stjórnarskrá var að afnema „leppshlutverk forseta" og haga texta stjórnarskrárinnar á þá leið að hann endurspegli raunverulegar heimildir hans. Með þessu er vísað til þess að II. kafli núgildandi stjórnarskrár veiti forseta ýmsar heimildir sem ráðherrar fari með í reynd, t.d. til framlagningar lagafrumvarpa fyrir Alþingi, samninga við önnur ríki og útgáfu bráðabirgðalaga. Skv. tillögu stjórnlagaráðs mun ráðherra og/eða ríkisstjórn þannig hafa þessar heimildir án þess að atbeina forseta þurfi til. Flest ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetann eru sniðin að þeirri stjórnskipun sem tekin var upp í Danmörku við afnám einveldis árið 1849. Þrátt fyrir afnám einveldis fór konungur áfram með mikilvægar heimildir líkt og II. kafli stjórnarskrárinnar endurspeglar enn í dag. Í þeirri „þingbundnu konungsstjórn" sem tekin var upp fólst hins vegar sú grunnmálamiðlun milli konungsvalds og hinna frjálslyndu afla að konungur gat eingöngu framkvæmt vald sitt með atbeina ráðherra. Ráðherrarnir gátu hins vegar þurft að standa þinginu reikningsskap með ýmsum hætti (t.d. með því að svara spurningum þingmanna). Einnig gat þingið ákært ráðherra fyrir brot í starfi líkt og enn er kveðið á um í íslensku stjórnarskránni. Í samræmi við þetta þurfti til staðfestingar mikilvægra stjórnarathafna bæði undirskrift „friðheilags" konungs og ráðherra sem bar lagalega ábyrgð á stjórnarathöfnum. Þessa grunnreglu er nú að finna í 19. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og er eitt þeirra ákvæða sem stjórnlagaráð telur úrelt. Með tilkomu þingræðis í upphafi 20. aldar missti konungur endanlega pólitísk tök sín á ráðherrum. Ráðherrar urðu nú að njóta stuðnings (eða hlutleysis) þingsins og störfuðu því í reynd ekki lengur í umboði konungs heldur á vegum þingsins. Þótt atbeina konungs þyrfti áfram til flestra stjórnarathafna (þ.á m. staðfestingar laga) varð framkvæmdin að lokum sú að konungur beitti ekki völdum sínum í raun. Þeirri skoðun óx fylgi að völd konungs væru einungis formlegs eðlis, ekki aðeins frá pólitísku sjónarhorni heldur einnig lagalegu. Á þessum stjórnskipulega grunni, sem í mikilvægum atriðum byggði á ólögfestum venjum, var lýðveldið Ísland stofnað. Þótt þjóðhöfðingi hins nýstofnaða lýðveldis – forsetinn – væri í flestum atriðum látinn ganga inn í stjórnskipulegt hlutverk konungs var þó róttækt nýmæli að finna í 26. gr. stjórnarskrár. þar sem forseta var fengin sjálfstæð heimild til að synja lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðra breytingu var að finna í 11. gr. stjórnarskrár þar sem Alþingi var veitt heimild til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti yrði leystur frá embætti með þjóðaratkvæðagreiðslu. Veigamesta breytingin, a.m.k. frá pólitísku sjónarhorni, fólst þó í því að forsetinn var kjörinn í almennri kosningu og naut þannig lýðræðislegs umboðs til jafns við þingið. Þótt pólitísk staða forsetans væri með þessu gjörólík stöðu konungs lét stjórnarskrárgjafinn ósagt um áhrif á raunverulegar valdheimildir hans og hlutverk. Aðeins tíminn gat því leitt í ljós hvernig forsetavaldinu yrði beitt og hvernig pólitískt hlutverk forsetans myndi þróast innan þessara stjórnskipulegu marka. Samkvæmt gildandi stjórnskipun felast raunveruleg völd forsetans fyrst og fremst í synjunarvaldi svo og aðkomu að ríkisstjórnarmyndun. Hinu má þó ekki gleyma að „formlega" aðkomu forseta þarf að flestum meiriháttar ákvörðunum ríkisins. Þótt sú venja sé viðtekin að forseti taki ekki afstöðu til málefna sem ráðherra ber undir hann til undirritunar (sbr. „leppshlutverk" forseta) verður forseti ekki neyddur til undirritunar. Þessi aðstaða gefur tilefni til ýmissa álitamála, bæði að því er snertir raunverulegar heimildir forseta, t.d. við tilteknar afbrigðilegar aðstæður sem upp kunna að koma, svo og afleiðingar mögulegrar synjunar. Undir það verður að taka að eðlilegt er að stjórnskipunin sé skýrð um raunverulegar heimildir forseta að þessu leyti svo og lagalega ábyrgð. Sú breyting að afnema „leppshlutverk" forseta hefur hins vegar í för með sér efnislega breytingu á stjórnskipuninni sem verður að vega og meta sem slíka.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun