Vísindagreinar á mannamáli Pétur Berg Matthíasson skrifar 16. maí 2012 06:00 Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað í fjölmiðlum og í fræðasamfélaginu eftir að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ, tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hafði fjölgað jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi og verið 1.049 árið 2010. Þeim hafi síðan fækkað um 13% árið 2011 og verið þá um 900. Fram kemur í skýrslu Rannís um rannsóknir og þróun árið 2011 að Íslendingar hafa sýnt mesta hlutfallslega aukningu í birtingu á greinum í ritrýndum fagritum frá 1984 til 2008 sé tekið mið af frammistöðu annarra norrænna ríkja. Að mati Magnúsar má skýringuna finna í kreppunni sem lýsi sér í minnkuðum framlögum til samkeppnissjóðanna sem er ein aðal fjárveitingarleið þeirra vísindamanna sem vinna á alþjóðlegum grunni (háskólarnir sjálfir eru á fjárlögum og fjármagna rannsóknir með og án aðkomu samkeppnissjóðanna). Það er margt til í þessu en framlag ríkisins til rannsókna og þróunar í fjárlögum var um 17,4 milljarðar króna árið 2010 og 15,3 milljarðar króna árið 2011 á verðlagi 2010. Háskólar taka við um 40% af því fé og opinberar stofnanir um 30%. Samkvæmt tölum frá OECD hefur Ísland verið að standa sig ágætlega þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar. Ísland var t.a.m. í 5. sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar árið 2009 í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Aðgengi að vísindagreinumÞegar almenningur sér þessar upphæðir er ekki ósennilegt að hann staldri við. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir af fjármunum skattborgara og því mikilvægt að upplýsingar og gögn um þessar rannsóknir sem verið er að fjármagna séu aðgengilegar. Á hinum síðari árum hafa orðið ýmsar breytingar í þessum efnum og meiri kröfur gerðar til vísindamanna um að afrakstur rannsókna sé birtur í opnum aðgangi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið slík tilmæli til háskóla, rannsóknasjóða, sem og Rannís. Ítök alþjóðlegra vísindatímarita hafa lengi verið sterk en þau bestu fá fremstu fræðimennina á sínu sviði til að skrifa ókeypis greinar um merkilegar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af sjóðum, háskólum, einkaaðilum o.fl. Síðan þurfa háskólarnir, þar sem þessir fræðimenn starfa, að greiða háar fjárhæðir þessum vísindatímaritum fyrir áskrift að greinum sem fræðimennirnir sem starfa hjá háskólanum hafa skrifað. Þetta er mjög sérstakt fyrirkomulag en ýmislegt er að þokast í rétta átt í þessum efnum. Berlínaryfirlýsingin sem Vísinda- og tækniráð skrifaði undir árið 2010 er sáttmáli um opinn aðgang með það markmið að hvetja vísindamenn til að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi. Frá samþykkt yfirlýsingarinnar árið 2003 hafa 375 aðilar, þ.m.t. ríkisstjórnir, háskólar, rannsóknastofnanir, bókasöfn og fagfélög, undirritað yfirlýsinguna. Með henni er m.a. verið að hvetja til varðveislu vísindarita í varðveislusöfnum og að þau verði opin almenningi án endurgjalds. Jafnframt er mælst til þess að vísindastyrkþegar noti hluta af rannsóknarfé sínu til að gefa út niðurstöður rannsókna í rafrænum opnum vísindaritum. Vísindarannsóknir fyrir hverja?Almennt eru vísindagreinar ekki skrifaðar fyrir almenning heldur fyrir kollega starfandi á sambærilegum sviðum og vísindamaðurinn sjálfur sem skrifaði greinina. Oft getur verið erfitt fyrir einstakling sem ekki er menntaður í faginu að skilja hvað átt er við og sjaldnast verður það einfaldara á ensku þar sem íðorðaforði fræðigreinarinnar getur verið mjög torskilinn. Í sumum íslenskum fræðiritum má hins vegar finna greinar sem almenningur getur bæði lesið og skilið en slíkt er mjög mikilvægt. Vísindamenn og fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina vanrækt að gera niðurstöður vísindarannsókna skiljanlegar og aðgengilegar fyrir almenning. Stöku sinnum fá fjölmiðlarnir áhuga á niðurstöðum rannsókna og er það þá oft í tengslum við mál eins og einelti í skólum, neyslu unglinga á áfengi, afbrot o.s.frv. Þetta er hins vegar bara brot af því sem er að gerast. Sjaldnast er verið að fjalla um niðurstöður í vísindagreinum heldur niðurstöður úr viðhorfskönnunum sem í fæstum tilfellum enda í vísindagreinum. Aðeins er verið að taka út einhverja stöðu á tilteknum tíma og ræða. Mikilvægt er að vísindamenn geri betur grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á mannamáli, sérstaklega þeir sem þiggja opinbert fé til að fjármagna þær. Hægt er að gera þetta með ýmsum hætti, s.s. á vefsíðum, með bloggi, greinum í blöðum o.s.frv. Svo er aldrei að vita nema fréttastofur ljósvakamiðlanna fjalli um þær. Í raun er vert að spyrja af hverju ekki sé fjallað með markvissari hætti um íslenskar vísindarannsóknir í fjölmiðlum. Það ætti ekki að vera erfitt að réttlæta mun umfangsmeiri umfjöllun í fjölmiðlum um vísindarannsóknir á Íslandi sé litið til þess hversu mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi. Það má ekki gleymast að forsenda nýsköpunar í samfélögum er flæði tækni og upplýsinga á milli almennings, fyrirtækja og stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað í fjölmiðlum og í fræðasamfélaginu eftir að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild HÍ, tók saman hve margar greinar eftir íslenska vísindamenn hafa birst í virtum erlendum tímaritum undanfarin ár og áratugi. Hann komst að því að greinum eftir íslenska vísindamenn hafði fjölgað jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi og verið 1.049 árið 2010. Þeim hafi síðan fækkað um 13% árið 2011 og verið þá um 900. Fram kemur í skýrslu Rannís um rannsóknir og þróun árið 2011 að Íslendingar hafa sýnt mesta hlutfallslega aukningu í birtingu á greinum í ritrýndum fagritum frá 1984 til 2008 sé tekið mið af frammistöðu annarra norrænna ríkja. Að mati Magnúsar má skýringuna finna í kreppunni sem lýsi sér í minnkuðum framlögum til samkeppnissjóðanna sem er ein aðal fjárveitingarleið þeirra vísindamanna sem vinna á alþjóðlegum grunni (háskólarnir sjálfir eru á fjárlögum og fjármagna rannsóknir með og án aðkomu samkeppnissjóðanna). Það er margt til í þessu en framlag ríkisins til rannsókna og þróunar í fjárlögum var um 17,4 milljarðar króna árið 2010 og 15,3 milljarðar króna árið 2011 á verðlagi 2010. Háskólar taka við um 40% af því fé og opinberar stofnanir um 30%. Samkvæmt tölum frá OECD hefur Ísland verið að standa sig ágætlega þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar. Ísland var t.a.m. í 5. sæti af ríkjum OECD þegar kemur að útgjöldum til rannsókna og þróunar árið 2009 í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Aðgengi að vísindagreinumÞegar almenningur sér þessar upphæðir er ekki ósennilegt að hann staldri við. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir af fjármunum skattborgara og því mikilvægt að upplýsingar og gögn um þessar rannsóknir sem verið er að fjármagna séu aðgengilegar. Á hinum síðari árum hafa orðið ýmsar breytingar í þessum efnum og meiri kröfur gerðar til vísindamanna um að afrakstur rannsókna sé birtur í opnum aðgangi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið slík tilmæli til háskóla, rannsóknasjóða, sem og Rannís. Ítök alþjóðlegra vísindatímarita hafa lengi verið sterk en þau bestu fá fremstu fræðimennina á sínu sviði til að skrifa ókeypis greinar um merkilegar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af sjóðum, háskólum, einkaaðilum o.fl. Síðan þurfa háskólarnir, þar sem þessir fræðimenn starfa, að greiða háar fjárhæðir þessum vísindatímaritum fyrir áskrift að greinum sem fræðimennirnir sem starfa hjá háskólanum hafa skrifað. Þetta er mjög sérstakt fyrirkomulag en ýmislegt er að þokast í rétta átt í þessum efnum. Berlínaryfirlýsingin sem Vísinda- og tækniráð skrifaði undir árið 2010 er sáttmáli um opinn aðgang með það markmið að hvetja vísindamenn til að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi. Frá samþykkt yfirlýsingarinnar árið 2003 hafa 375 aðilar, þ.m.t. ríkisstjórnir, háskólar, rannsóknastofnanir, bókasöfn og fagfélög, undirritað yfirlýsinguna. Með henni er m.a. verið að hvetja til varðveislu vísindarita í varðveislusöfnum og að þau verði opin almenningi án endurgjalds. Jafnframt er mælst til þess að vísindastyrkþegar noti hluta af rannsóknarfé sínu til að gefa út niðurstöður rannsókna í rafrænum opnum vísindaritum. Vísindarannsóknir fyrir hverja?Almennt eru vísindagreinar ekki skrifaðar fyrir almenning heldur fyrir kollega starfandi á sambærilegum sviðum og vísindamaðurinn sjálfur sem skrifaði greinina. Oft getur verið erfitt fyrir einstakling sem ekki er menntaður í faginu að skilja hvað átt er við og sjaldnast verður það einfaldara á ensku þar sem íðorðaforði fræðigreinarinnar getur verið mjög torskilinn. Í sumum íslenskum fræðiritum má hins vegar finna greinar sem almenningur getur bæði lesið og skilið en slíkt er mjög mikilvægt. Vísindamenn og fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina vanrækt að gera niðurstöður vísindarannsókna skiljanlegar og aðgengilegar fyrir almenning. Stöku sinnum fá fjölmiðlarnir áhuga á niðurstöðum rannsókna og er það þá oft í tengslum við mál eins og einelti í skólum, neyslu unglinga á áfengi, afbrot o.s.frv. Þetta er hins vegar bara brot af því sem er að gerast. Sjaldnast er verið að fjalla um niðurstöður í vísindagreinum heldur niðurstöður úr viðhorfskönnunum sem í fæstum tilfellum enda í vísindagreinum. Aðeins er verið að taka út einhverja stöðu á tilteknum tíma og ræða. Mikilvægt er að vísindamenn geri betur grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á mannamáli, sérstaklega þeir sem þiggja opinbert fé til að fjármagna þær. Hægt er að gera þetta með ýmsum hætti, s.s. á vefsíðum, með bloggi, greinum í blöðum o.s.frv. Svo er aldrei að vita nema fréttastofur ljósvakamiðlanna fjalli um þær. Í raun er vert að spyrja af hverju ekki sé fjallað með markvissari hætti um íslenskar vísindarannsóknir í fjölmiðlum. Það ætti ekki að vera erfitt að réttlæta mun umfangsmeiri umfjöllun í fjölmiðlum um vísindarannsóknir á Íslandi sé litið til þess hversu mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi. Það má ekki gleymast að forsenda nýsköpunar í samfélögum er flæði tækni og upplýsinga á milli almennings, fyrirtækja og stofnana.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun