Á stjórnarandstaðan bara að halda kjafti og vera sæt? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifaði grein á dögunum þar sem hún kennir stjórnarandstöðunni um allt sem aflaga fer á Alþingi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila. Staðreyndin er sú að dagskrá Alþingis er á valdi ríkisstjórnarinnar í krafti meirihlutans og embættis forseta Alþingis. Það er ekki við stjórnarandstöðuna að sakast þegar ríkisstjórnin velur að keyra tæplega 60 mál inn í þingið á síðasta degi. Ríkisstjórninni er fullljóst að slík vinnubrögð munu alltaf leiða til vandamála og árekstra vegna tímaskorts við afgreiðslu mála. Vinnubrögðin eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnarOg hvað leiðir þessi lélega verkstjórn af sér? Stjórnarflokkarnir keyra áfram sína átakapólitík og neita að ræða við stjórnarandstöðuna um lyktir þingmála. Sumum finnst að stjórnarandstaðan eigi að sitja prúð og stillt í stað þess að reyna að breyta málum eða stöðva mál sem er skaðleg samfélaginu. Svo virðist sem það sé einmitt eini skilningur forsætisráðherra á orðunum „samráð" og „samvinna". Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allt samráð að engu og í raun vilja það ekki. Þegar þing hófst 1. október 2011 lá fjöldi þingdaga fyrir. Þá lá líka fyrir að 30. apríl 2012 væri síðasti dagur til að mál geti mögulega komið á dagskrá Alþingis. Í stað þess að nýta alla starfsmánuði Alþingis til að afgreiða mál ríkisstjórnarinnar settu stjórnarflokkarnir líklega nýtt met í sofandahætti í ár, þar sem þeir lögðu nærri 60 þingmál inn í þingið á síðasta degi. Þá voru eftir þrettán þingfundadagar. Þessi 60 mál bættust við öll önnur sem þegar lágu óafgreidd í þinginu. Meðal mála sem komu fram á lokafresti voru stór og umdeild mál eins og sjávarútvegsfrumvörp, rammaáætlun um orkunýtingu, breytingar á stjórnarráði svo eitthvað sé nefnt. Með sína átakapólitík að vopni vilja stjórnarflokkarnir nú keyra öll þessi stóru mál, auk tuga annarra mála, í gegnum þingið á þessum síðustu dögum sem eftir eru. (Þegar þetta er skrifað lifa átta fundadagar af starfsáætlun þingsins). Þrátt fyrir það setja flokkarnir mjög umdeilt mál á dagskrá á undan óumdeildari málum sem þá læsast inni. Er það heilbrigt lýðræði?Á stjórnarandstaðan að hleypa öllum málum ríkisstjórnarinnar í gegn án umræðu? Nei, hlutverk stjórnarandstöðunnar er að veita meirihlutanum aðhald. Það er grunnatriði í lýðræðislegri stjórnskipan. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir því að minna umdeild mál verði rædd fyrst svo þau komist til nefnda Alþingis. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn. Stjórnarandstaðan hefur boðið að öll mál er snúa að bættum hag heimilanna fái forgang. Því hafnar stjórnarmeirihlutinn, vill bara átakamálin á dagskrá. Er það forsvaranlegt að þingmönnum stjórnarandstöðunnar sé stillt upp við vegg af ríkisstjórnarflokkunum með þeim hætti að stjórnarflokkarnir taka í gíslingu málefni heimilanna og framsókn í atvinnumálum til að keyra yfir stjórnarandstöðuna, án umræðu, mál sem hún hefur aðrar skoðanir á? Vilja Íslendingar að átakastjórnmál gamalla tíma sem stjórnarflokkarnir stunda verði áfram við líði? Það getur ekki verið sök stjórnarandstöðunnar að málefni stjórnarflokkanna koma seint fram og illa unnin. Verkstjórnin og vinnubrögðin eru á ábyrgð forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar