Hvenær vegur maður að… Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. maí 2012 06:00 Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Skoðanir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun