Norðurlönd á norðurskautssvæðinu 25. maí 2012 14:00 Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun