Scott Schuman og Garance Doré halda úti tískublogginu The Sartorialist, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta götutískubloggið á veraldarvefnum. Parið var jafnframt það fyrsta sem hafði góðar tekjur af slíku bloggi og er nú komið í hóp þeirra áhrifamestu innan tískuheimsins.
Schuman og Doré elta uppi skemmtilegt myndefni á götum stórborga á borð við Mílanó, London, New York og París.
„Maður eyðir mörgum klukkustundum úti á götunni í leit að myndefni. Þetta er næstum eins og veiði," segir Doré um starf sitt.
Græða á götutísku
