Sátt eða sundrung Reynir Erlingsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar