Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölgunar, neyslumenningar Vesturlanda og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orkumálastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistakast að bregðast við loftslagsbreytingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið konunglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vistfræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þessari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og náttúru á liðinni öld, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo milljarða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 milljarðar um miðja þessa öld. Orkunotkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimmtíu árum frá 1950 til 2000 sjöfaldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýtingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þessarar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta framtak mannsins á 20. öld, áhrifameira en t.d. heimsstyrjaldirnar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mannkynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfélaginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breytingum hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktuninni er að finna mörg framfaramál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverfisfræðslu, umhverfisvænar fjárfestingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur samhliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efnahags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki tillit til umhverfisspjalla og ósjálfbærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur samfélaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síðustu áramót fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofnunin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvernig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreytingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hagkerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims-athygli og efla til muna umhverfisvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar