Landlæknir skal eyða gögnum eftir eftirlit 23. júní 2012 06:30 Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að lýtalæknum bæri ekki skylda til að afhenda landlækni upplýsingar um konur sem hafa farið í brjóstastækkun hér á landi. Nordicphotos/Afp Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. [email protected] PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Landlækni ber að fá allar þær upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu sem hann óskar eftir til að sinna eftirliti sínu, en sumar má hann bara geyma í tiltekinn tíma. Heilbrigðisyfirvöld telja ótvírætt að læknum beri skylda til að afhenda landlækni þau gögn sem hann telur nauðsynleg og eru persónugreinanlegar upplýsingar þar með taldar. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps velferðarnefndar Alþingis um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu. Helstu lagabreytingarnar eru þær að landlæknir má ekki varðveita persónugreinanleg gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið á grundvelli eftirlitshlutverks, lengur en nauðsynlegt er. Slíkt á þó ekki við um varanlegar heilbrigðisskrár á landsvísu. Varðveisla upplýsinganna standi því aldrei lengur en eftirlitsverkefnið og er sá tími almennt talinn í mánuðum frekar en árum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), segir valdmörkin í frumvarpinu óskýr. „Það er lagt í hendurnar á landlækni að skilgreina hvaða skrár þetta eru og það virðist vera algjörlega opin heimild,“ segir hann. „Einnig ætti að tilgreina einhver efri tímamörk til að halda skrána en ekki leggja það í hendurnar á þeim sem kemur henni upp.“ Þorbjörn furðar sig á því að ekki hafi verið óskað eftir umsögn LÍ við gerð frumvarpsins. „Lykilatriðið er að það hefði átt að leita eftir áliti mismunandi aðila. Það er svo mikilvægt að fleiri sjónarmið komi fram.“ Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir brýnt að lagaramminn sé þannig að embættið geti sinnt hlutverki sínu án vandkvæða. Hann segir upplýsingaöflun frá lýtalæknum í kring um PIP-málið svokallaða hafa gengið hægt. „Við fórum fram á upplýsingar frá lýtalæknum og fengum bara frá hluta þeirra. Öflun gagnanna hefur því ekki gengið sem skyldi,“ segir hann. „Það er eitt af þeim stóru verkefnum sem við þurfum að skerpa á. Ná sátt og skilningi um mikilvægi þess að þessar tölur séu aðgengilegar.“ Velferðarnefnd lagði frumvarpið fram í kjölfar umræðu sem skapaðist þegar LÍ var í vafa um hvort lýtalæknum bæri skylda til að afhenda landlækni nöfn og kennitölur kvenna sem höfðu farið í brjóstastækkun hér á landi. [email protected]
PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira