Lítið mál að flokka sorp - Fréttaskýring 12. júlí 2012 06:30 Urðun í álfsnesi Urðun úrgangs er dýr og endurvinnsla getur borgað sig. Hvert kíló sem þarf að urða í Álfsnesi kostar tæplega 18 krónur en það kostar ekkert að senda ruslið í endurvinnslu. fréttablaðið/valli Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. [email protected] Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira