Skarð í múrinn 13. júlí 2012 06:00 Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum í þjóðernispólitísku matarfangelsi. Nú hefur svolítið skarð verið höggvið í múrinn. Ný reglugerð hefur verið sett vegna innleiðingar matarlöggjafar ESB. Dregið er úr hömlum á innflutningi ferðamanna á matvælum. Þessu ber að fagna. Við ráðum meira um líf okkar, jafnvel því hvað við borðum. Útfærslan minnir þó á hið tvöfalda siðgæði sem ríkti lengi gagnvart bjórkaupum á Íslandi. Ferðamenn máttu það sem heimafólki var bannað. Það eru ferðamenn sem njóta persónufrelsis, þeir eru fullgildir borgarar í vestrænu lýðræðissamfélagi, aðrir njóta ekki þeirra réttinda. Enn getum við ekki keypt í búð á Íslandi matvæli sem heimilt er að selja með löglegum hætti á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta fyrirkomulag getur ekki staðist og mun sjálfkrafa heyra sögunni til við inngöngu Íslands í ESB. Á tímum þjóðfrelsisbaráttunnar á 19. öld þurftu alþingismenn, eins og nú, að taka afstöðu til frjálslyndra viðhorfa um persónufrelsi sem bárust þeim frá Evrópu. Átti fólk að hafa heimild til þess að ganga í hjónaband óháð efnahag? Mátti fólk ráða því við hvað það starfaði og hvernig það aflaði sér tekna? Persónufrelsi fylgdi ekki sjálfkrafa þjóðfrelsinu í hugum margra þingmanna. Benedikt Sveinsson, einn helsti stjórnmálaleiðtogi þeirra tíma, sagðist í umræðum um áform um takmörkun á frelsi til giftinga vilja „finna rétt takmark milli ásigkomulags [þjóð]félagsins og frelsis einstaklingsins, svo borgaralegt félag verði ei fyrir skaða". Hann var í meirihlutanum sem skipaði nefnd sem átti að finna leið til takmörkunar giftingarfrelsinu. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna, sagði í þingræðu þegar hann talaði gegn auknu frelsi hins ólaunaða landbúnaðarverkafólks: „Það má ekki slengja saman sjálfræði einstaklingsins og velfarnaði þjóðarinnar. Það er sitt hvað." Og enn fremur: „Þegar verið er að tala um frelsi fyrir lausamenn [verkamenn] verða menn líka að taka tillit til stöðu bændanna." Ekki væri ástæða til þess að rifja upp þessa gömlu sögu nema af því að þjóðernisíhaldsstefna af þessu tagi hefur ráðið för þegar persónufrelsi okkar sem neytenda hefur verið skert. Sýndarrökum um t.d. efnahagslega heildarhagsmuni, sjúkdómavarnir og matvælaöryggi hefur verið haldið fram gegn grundvallarréttindum almennings. Hugmyndaauðgi hefur einkennt tæknilegar viðskiptahindranir sem sömuleiðis hefur verið stefnt gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa myndað pólitíska blokk um þessa stefnu. Nú bregður svo við að ráðherra VG slakar á klónni. Þó ekki til þess að auka á rétt íslenskrar alþýðu, heldur til þess að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja í útflutningshugleiðingum. Aðild að ESB snýst líka um persónufrelsi okkar. Erum við fær um að ráða okkur sjálf? Eru Íslendingar hæfir til frelsis? Evrópusambandið segir að svo sé. Spurningin sem að okkur snýr er þessi: Þorum við að rífa múrinn sem við byggðum sjálf?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun