Reykjavíkurflugvöllur og almennur lýðræðislegur vilji 13. júlí 2012 11:00 Undir fyrirsögninni Frá degi til dags á leiðarsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 12. júlí veltir Kolbeinn Proppé fréttamaður vöngum yfir, annars vegar meintri lýðræðisást minni og hins vegar staðhæfingum um að flugvöllurinn verði ekki fluttur úr Vatnsmýrinni í Reykjavík án samráðs við ríkið, sem eigi hluta landsins undir vellinum. Kolbeinn minnir mig á að atkvæðagreiðsla hafi farið fram á sínum tíma og niðurstaðan orðið sú að meirihluti hafi viljað völlinn burt. Af þessu tilefni vil ég rifja upp að fyrir þessa atkvæðagreiðslu í Reykjavík samþykkti borgarráð á fundi 13. febrúar 2001 að atkvæðagreiðslan yrði bindandi ef 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt eða að 50% atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum atkvæði sitt. Þátttakan var hins vegar mjög lítil, einungis 37,2%. Lýstu 18% kosningabærra manna stuðningi við flugvöllinn en 19% vildu völlinn burt. Þarna skildu einungis að rúm 300 atkvæði. Frá því að þessi atkvæðagreiðsla fór fram hefur mikið vatn runnið til sjávar og leyfi ég mér að fullyrða að viðhorf til Reykjavíkurflugvallar hefur breyst mikið. Skoðanakannanir hafa ítrekað bent til að svo sé. Má af þeim ráða að meirihluti bæði borgarbúa og landsmanna vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ef menn á annað borð vilja byggja á almennum lýðræðislegum vilja, sem ég tel einboðið hvað þetta þverpólitíska ágreiningsefni varðar, þá leyfi ég mér að spyrja hvort nokkuð mæli gegn því að efna að nýju til atkvæðagreiðslu og láta hana ná til landsmanna allra? Þetta er málefni sem kemur okkur öllum við, hvar á landinu sem við búum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Undir fyrirsögninni Frá degi til dags á leiðarsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 12. júlí veltir Kolbeinn Proppé fréttamaður vöngum yfir, annars vegar meintri lýðræðisást minni og hins vegar staðhæfingum um að flugvöllurinn verði ekki fluttur úr Vatnsmýrinni í Reykjavík án samráðs við ríkið, sem eigi hluta landsins undir vellinum. Kolbeinn minnir mig á að atkvæðagreiðsla hafi farið fram á sínum tíma og niðurstaðan orðið sú að meirihluti hafi viljað völlinn burt. Af þessu tilefni vil ég rifja upp að fyrir þessa atkvæðagreiðslu í Reykjavík samþykkti borgarráð á fundi 13. febrúar 2001 að atkvæðagreiðslan yrði bindandi ef 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt eða að 50% atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum atkvæði sitt. Þátttakan var hins vegar mjög lítil, einungis 37,2%. Lýstu 18% kosningabærra manna stuðningi við flugvöllinn en 19% vildu völlinn burt. Þarna skildu einungis að rúm 300 atkvæði. Frá því að þessi atkvæðagreiðsla fór fram hefur mikið vatn runnið til sjávar og leyfi ég mér að fullyrða að viðhorf til Reykjavíkurflugvallar hefur breyst mikið. Skoðanakannanir hafa ítrekað bent til að svo sé. Má af þeim ráða að meirihluti bæði borgarbúa og landsmanna vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ef menn á annað borð vilja byggja á almennum lýðræðislegum vilja, sem ég tel einboðið hvað þetta þverpólitíska ágreiningsefni varðar, þá leyfi ég mér að spyrja hvort nokkuð mæli gegn því að efna að nýju til atkvæðagreiðslu og láta hana ná til landsmanna allra? Þetta er málefni sem kemur okkur öllum við, hvar á landinu sem við búum.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar