Uppgjör við fortíðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. júlí 2012 06:00 Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun