Teen Choice verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles á sunnudag. Verðlaunin eru afhent ár hvert og eru sigurvegarar í hverjum flokki kosnir af áhorfendum á unglingsaldri.
Verðlaunagripur Teen Choice hátíðarinnar er brimbretti í fullri stærð og er hönnun brettisins breytt árlega. Kynnar kvöldsins voru söngkonan Demi Lovato og Glee-stjarnan Kevin McHale. Tískan á rauða dreglinum var jafn litrík og öll umgjörð hátíðarinnar og voru stuttir kjólar vinsælir meðal kvenkyns gestanna.
