Hagur heimilanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. júlí 2012 06:00 Álagning ríkisskattstjóra á einstaklinga hefur farið fram og mun birtast í dag og næstu daga. Áhugavert er að rýna í þær tölur sem hún byggist á. Ein þeirra áhugaverðustu er vaxtakostnaður heimilanna vegna íbúðarkaupa árið 2011 og samanburður við árið 2010. Vaxtakostnaðurinn hefur lækkað um 10,3% á milli áranna og íbúðareigendur fá endurgreiddan um 27% af vaxtakostnaði með vaxtabótum. Úthlutun vaxtabóta hefur lækkað á milli ára sem helgast af bættri stöðu heimilanna. Þannig dregur úr þörf fyrir stuðning vegna þess að hagur heimilanna hefur batnað bæði með lægri vaxtakostnaði og auk þess hafa tekjur heimilanna aukist en þetta eru þeir tveir meginþættir sem hafa áhrif á upphæð vaxtabóta. Meginþemað í aðgerðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er að auka jöfnuð í samfélaginu. Þannig fá þeir sem lægstar hafa tekjurnar hærri vaxtabætur en þeir sem hafa meira á milli handanna. Þó er það svo að almennar vaxtabætur til hjóna skerðast ekki að fullu fyrr en árstekjur þeirra hafa farið yfir 14 milljónir króna. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla sem nemur alls tæpum 6 milljörðum króna er ekki tekjutengd eins og almennu bæturnar en útgreiðsla þeirra nemur nú 8,8 milljörðum króna. Vaxtabætur á árinu 2012 nema því samtals um 15 milljörðum króna. Margir þættir hafa þróast heimilunum í hag. Vaxtakostnaður hefur lækkað umtalsvert eins og áður sagði og eftirstöðvar lána vegna íbúðarkaupa hafa dregist saman um 3,1% milli ára. Þetta á sér stað þrátt fyrir það að vísitala neysluverðs, sem flest lán heimilanna eru tengd við, hafi hækkað um 5,3%. Þannig sést að aðgerðir lánastofnana hafa haft umtalsverð áhrif þótt árangur af margvíslegum aðgerðum vegna skuldavanda heimilanna hafi ekki verið kominn að fullu fram í árslok 2011. Verðmæti fasteigna óx að meðaltali um 10% á milli áranna 2010 og 2011 og hrein eign heimilanna um 17%. Síðast en ekki síst hafa tekjur þeirra heimila sem fá vaxtabætur af íbúðarlánum vaxið að meðaltali um 8,6% á sama tímabili. Ljóst er að vaxtabætur hafa bætt stöðu heimila umtalsvert og haft verulega þýðingu við að aðstoða fjölskyldur í landinu við að takast á við afleiðingar hrunsins. Eftir úthlutun vaxtabóta er rúmur helmingur fjölskyldna að greiða innan við 8,5% af ráðstöfunartekjum sínum í vexti af húsnæðislánum og 2/3 innan við 10,5%. Heildarvaxtakostnaðar heimilanna sem hlutfall af heildartekjum og hlutur vaxtabóta í honum. Á meðfylgjandi mynd má sjá að þrátt fyrir það að vaxtakostnaður heimilanna hafi næstum tvöfaldast sem hlutfall af tekjum þeirra milli áranna 2007 og 2010 hafa vaxtabætur og sérstök vaxtaniðurgreiðsla lækkað nettókostnað heimilanna umtalsvert, þannig að hann varð aldrei hærri en 4,9% af tekjunum og hefur lækkað síðan. Hér er um ásættanlegan árangur að ræða í erfiðu árferði ríkisfjármála og ljóst af myndinni hér fyrir ofan að sá árangur hefur náðst sem að var stefnt. Um fjórðungur allra heimila sem greiddu vexti af húsnæðislánum í fyrra fær meira en helming vaxtakostnaðarins í vaxtabætur og sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Tæplega 18.000 fjölskyldur fá greiddar vaxtabætur sem nema yfir 30.000 krónum á mánuði og yfir 6.000 fjölskyldur fá útborgaðar bætur sem jafngilda yfir 50.000 krónum á mánuði. Þannig hefur verið unnið vel úr áfallinu með því að beina aðgerðum að þeim sem mest hafa þurft á þeim að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Álagning ríkisskattstjóra á einstaklinga hefur farið fram og mun birtast í dag og næstu daga. Áhugavert er að rýna í þær tölur sem hún byggist á. Ein þeirra áhugaverðustu er vaxtakostnaður heimilanna vegna íbúðarkaupa árið 2011 og samanburður við árið 2010. Vaxtakostnaðurinn hefur lækkað um 10,3% á milli áranna og íbúðareigendur fá endurgreiddan um 27% af vaxtakostnaði með vaxtabótum. Úthlutun vaxtabóta hefur lækkað á milli ára sem helgast af bættri stöðu heimilanna. Þannig dregur úr þörf fyrir stuðning vegna þess að hagur heimilanna hefur batnað bæði með lægri vaxtakostnaði og auk þess hafa tekjur heimilanna aukist en þetta eru þeir tveir meginþættir sem hafa áhrif á upphæð vaxtabóta. Meginþemað í aðgerðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er að auka jöfnuð í samfélaginu. Þannig fá þeir sem lægstar hafa tekjurnar hærri vaxtabætur en þeir sem hafa meira á milli handanna. Þó er það svo að almennar vaxtabætur til hjóna skerðast ekki að fullu fyrr en árstekjur þeirra hafa farið yfir 14 milljónir króna. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla sem nemur alls tæpum 6 milljörðum króna er ekki tekjutengd eins og almennu bæturnar en útgreiðsla þeirra nemur nú 8,8 milljörðum króna. Vaxtabætur á árinu 2012 nema því samtals um 15 milljörðum króna. Margir þættir hafa þróast heimilunum í hag. Vaxtakostnaður hefur lækkað umtalsvert eins og áður sagði og eftirstöðvar lána vegna íbúðarkaupa hafa dregist saman um 3,1% milli ára. Þetta á sér stað þrátt fyrir það að vísitala neysluverðs, sem flest lán heimilanna eru tengd við, hafi hækkað um 5,3%. Þannig sést að aðgerðir lánastofnana hafa haft umtalsverð áhrif þótt árangur af margvíslegum aðgerðum vegna skuldavanda heimilanna hafi ekki verið kominn að fullu fram í árslok 2011. Verðmæti fasteigna óx að meðaltali um 10% á milli áranna 2010 og 2011 og hrein eign heimilanna um 17%. Síðast en ekki síst hafa tekjur þeirra heimila sem fá vaxtabætur af íbúðarlánum vaxið að meðaltali um 8,6% á sama tímabili. Ljóst er að vaxtabætur hafa bætt stöðu heimila umtalsvert og haft verulega þýðingu við að aðstoða fjölskyldur í landinu við að takast á við afleiðingar hrunsins. Eftir úthlutun vaxtabóta er rúmur helmingur fjölskyldna að greiða innan við 8,5% af ráðstöfunartekjum sínum í vexti af húsnæðislánum og 2/3 innan við 10,5%. Heildarvaxtakostnaðar heimilanna sem hlutfall af heildartekjum og hlutur vaxtabóta í honum. Á meðfylgjandi mynd má sjá að þrátt fyrir það að vaxtakostnaður heimilanna hafi næstum tvöfaldast sem hlutfall af tekjum þeirra milli áranna 2007 og 2010 hafa vaxtabætur og sérstök vaxtaniðurgreiðsla lækkað nettókostnað heimilanna umtalsvert, þannig að hann varð aldrei hærri en 4,9% af tekjunum og hefur lækkað síðan. Hér er um ásættanlegan árangur að ræða í erfiðu árferði ríkisfjármála og ljóst af myndinni hér fyrir ofan að sá árangur hefur náðst sem að var stefnt. Um fjórðungur allra heimila sem greiddu vexti af húsnæðislánum í fyrra fær meira en helming vaxtakostnaðarins í vaxtabætur og sérstaka vaxtaniðurgreiðslu. Tæplega 18.000 fjölskyldur fá greiddar vaxtabætur sem nema yfir 30.000 krónum á mánuði og yfir 6.000 fjölskyldur fá útborgaðar bætur sem jafngilda yfir 50.000 krónum á mánuði. Þannig hefur verið unnið vel úr áfallinu með því að beina aðgerðum að þeim sem mest hafa þurft á þeim að halda.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun