AAA – með a.m.k. tíu plúsum Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun