Verð á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í ágúst miðað við júlí, að því er fram kemur í tölum Hagstofu.
Þegar litið er á landið í heild lækkaði húsnæðisverð um 0,3% milli mánaða. Íbúðaverð á landsbyggðinni lækkaði um 2,3% og verð á íbúðum í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,6%.
Greining Íslandsbanka bendir á að miklar sveiflur séu í verðþróun íbúða á landsbyggðinni og sérbýla á höfuðborgarsvæðinu. Það skýrist af því hversu fáir kaupsamningar liggi þar að baki.- þj
Íbúðir í fjölbýli hækka í verði
