Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. september 2012 09:00 Dæla í tækjarými bilaði með þeim afleiðingum að vatn komst í tölvustýringarkerfi. Ekkert vatn hefur því leikið um verkið í sumar. Fréttablaðið/stefán „Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun." Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
„Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti," segir myndlistarkonan Rúrí. Ekkert vatn hefur leikið um vatnslistaverk hennar Fyssu í Grasagarðinum í Laugardal eftir að dælubúnaður þess bilaði í byrjun sumars. Vatnsgangurinn gegnir lykilhlutverki í verkinu og án hans er ásýnd þess gjörbreytt. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar en í umsjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingarfulltrúi OR, segir að dæla í tækjarými hafi bilað og vatn lekið í tölvustýringar og aðrar dælur. Tjónið sé verulegt en hafi ekki verið metið til fjár. Ekki sé gert ráð fyrir viðgerð á verkinu í áætlunum OR.Listakonan RúríEnginn vafi á að borgin eigi að lagfæra verkið „Orkuveitan einbeitir sér nú að grunnþjónustu við íbúa. Það er verið að spara." Knútur Bruun, lögmaður Samtaka íslenskra myndlistarmanna, tekur undir með Rúrí og bendir á að samkvæmt 4. grein höfundarlaga sé óheimilt „að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni." „Sú grein á tvímælalaust við í þessu tilfelli því án vatnsgangsins er verkið allt annað," segir hann. Knútur telur engan vafa leika á því að borgaryfirvöldum sé skylt að lagfæra verkið, fyrir því séu dómafordæmi.Skilur að listakonan sé ósátt „Sé verk sett upp á opinberum stað af opinberum aðila ber honum skylda til að sjá um viðhald á verkinu og að sjálfsögðu lagfæra skemmdir eða bilanir." Eiríkur segir skiljanlegt að Rúrí sé ósátt við ástand verksins en á hinn bóginn sé Fyssa ávallt vatnslaus á veturna. Hann kveðst hins vegar ekki hafa heyrt það sjónarmið áður að sparnaður í rekstri OR geti falið í sér brot á höfundarlögum og vísar á Reykjavíkurborg. „Rekstur verksins hefur verið í umræðu milli OR og Reykjavíkurborgar, eiganda verksins. Ef rök listakonunnar fá staðist kann að vakna sú spurning hvort rétt sé að hylja Fyssu meðan hún er vatnslaus. Eigandi verksins hlýtur þá að þurfa að koma að slíkri ákvörðun."
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira