Danir segjast vísa aðgerðum fyrir dóm 26. september 2012 06:30 Össur Skarphéðinsson. „Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb
Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira