Illvilji Brynjar Níelsson skrifar 16. október 2012 06:00 Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar