Orð skulu standa – eða hvað? 25. október 2012 06:00 Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun