Stuðningsgrein: Árna Pál til forystu 7. nóvember 2012 06:00 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar