Í hvað fer eyrnamerkti skatturinn? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf SÁÁ út frá sér myndband með yfirskriftinni Betra líf. Þar eru lagðar fram athyglisverðar tillögur um að eyrnamerkja hluta tekna af áfengisgjaldinu fyrir meðferðarstofnanir. Augljóslega var skattlagning áfengis hugsuð sem tekjur til að vega á móti auknum kostnaði í félags- og heilbrigðiskerfinu sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Þrátt fyrir það hefur verið bent á að erfitt hefur reynst að fá fjármagn til forvarna og meðferðar úr ríkissjóði. Hugmynd SÁÁ var ekki sérlega vel tekið af ríkisstjórnarflokkunum, t.a.m. lagði velferðarráðherra til aukna skattheimtu ef einhver annar en ríkiskassinn ætti að fá hlut í þessu gjaldi. Auðvitað er alltaf hægt að leggja til aukna skatta en það er hins vegar ekki skynsamlegt. Margt bendir til að nú þegar sé skattlagning á áfengi orðin óhófleg og neyslan hafi færst frá viðurkenndum, löglegum vímugjöfum til ólöglegra og mun hættulegri efna sem ekki skila nokkrum sköttum og valda mun meira álagi á samfélagið. Hugmynd SÁÁ er þó í það minnsta skoðunarinnar virði.Sértekjur stofnana Við höfum reynslu af að eyrnamerkja skatta, t.d. bensín- og olíugjald sem á að fara til uppbyggingar vegamála. Staðreyndin er hins vegar sú að þessir peningar skila sér á rétta staði, gera það með mjög sveiflubundnum hætti og stundum alls ekki. Þá eru ýmsar stofnanir sem hafa markaðar sértekjur. Nefna má sem dæmi Fjármálaeftirlitið, Umboðsmann skuldara, Hafrannsóknastofnun og fleiri. Í raun má halda því fram að flestar stofnanir ríkisins hafi einhverjar markaðar sértekjur. Nú á niðurskurðartímum í kjölfar hrunsins hafa ýmsar stofnanir því haft mismunandi aðstæður til að koma sér undan samdrættinum. Það hefur neikvæð áhrif á heildarárangur í efnahagsstefnu landsins á hverjum tíma þó það hjálpi einstökum stofnunum að lifa af. En það er líka ákaflega ósanngjarnt að markaðar tekjur fari ekki til þeirra verkefna sem þeim var ætlað af löggjafanum á sínum tíma. Taka má dæmi af innheimtu nefskatts t.d. til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Alls greiða 183.000 manns á aldrinum 16-69 ára í hann tæplega 1.000 krónur hver sem allavega nú um stundir fara óskiptar í sjóðinn. Ef við tökum RÚV hins vegar, þá gerir ríkissjóður ráð fyrir að fá inn 4.380 millj. og að RÚV fái 3.195 millj. af því. Rúmur milljarður af nefskatti okkar fer því í sama farveg og tekjuskattur, virðisaukaskattur og önnur gjöld. Nefskatturinn til RÚV er 18.800 kr. á lögaðila. Spurningin er því: Ef RÚV þarf bara 3.2 milljarða, af hverju innheimtir ríkið 4,4 milljarða? Er verið að fela skattbyrðina, sýna lægri skattprósentu? Af hverju er nefskatturinn ekki lækkaður?Sóknargjöld kirkjunnar Ríkisvaldið tók að sér fyrir hönd söfnuða þjóðkirkjunnar að innheimta sóknargjöld. Áður fyrr innheimtu gjaldkerar söfnuðanna gjöldin beint af meðlimum kirkjunnar. Síðustu árin hefur ríkisvaldið innheimt full sóknargjöld en sett 2 milljarða, af tekjum söfnuðanna, í eigin vasa í nafni niðurskurðar. Sóknargjöld geta varla kallast sértekjur, hvað þá markaðar tekjur, því þau eru gjöld sem hver söfnuður á en fékk ríkisvaldið til að innheimta fyrir sig. Nú er svo komið að margar kirkjur líða fyrir skort á viðhaldi og margir söfnuðir þurfa að skera niður fjölskyldustarf sitt. Starf sem á tímum langtímaatvinnuleysis og erfiðleika vegna skulda heimilanna hefur aldrei verið mikilvægara. Auðvitað ætti að skila öllu til kirkjunnar sem innheimt er og hafi ríkisstjórnin viljað skera niður gjöldin átti ávinningurinn að lenda hjá fólkinu, safnaðarmeðlimunum, en ekki í ríkiskassanum. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkjuna og hennar mikilvæga starf. Því finnst okkur eðlilegt að fjármunir söfnuðanna skili sér til þeirra.Niðurstaðan Setja þarf fram skýra stefnu varðandi markaðar tekjur/sértekjur. Í dag virðist ríkisvaldið nota þær með ýmsum hætti. Sumar stofnanir fá að halda sínum sértekjum sem kalla má þá markaðar tekjur. Á aðrar eru lagðir sérstakir nefskattar sem skila sér þó ekki til viðkomandi stofnunar sbr. sóknargjöldin. Ef allar tekjur, skattar, nefskattar og þjónustugjöld rynnu til ríkisins sem síðan deildi tekjunum út til stofnana samkvæmt ákvörðunum fjárlaga mætti halda fram að auðveldara væri að stýra heildarefnahagsstefnu ríkisins og hafa yfirlit yfir fjárreiður og fjárheimildir. Hins vegar hyrfi sá hvati sem stofnanir hafa að ná sér í sértekjur með slíku fyrirkomulagi. Einnig myndu upprunalegar ákvarðanir löggjafans varðandi einstakar stofnanir og málaflokka hverfa við slíkt kerfi. Allavega verður Alþingi og framkvæmdavald að hafa stefnu sem farið er eftir. Spyrja má ef allir nefskattar, sértekjur, sóknargjöld o.fl. sem ekki skila sér til viðkomandi málaflokks en renna í ríkissjóð gerðu það ekki, þyrfti tekjuskattsprósentan að hækka? Hver er heildarskattbyrði Íslendinga? Við í Framsókn viljum að ríkissjóður sé rekinn með langtímamarkmiðum, lagafrumvörp sem fela í sér útgjöld verða líka að fylgja tekjuöflun á móti og að ríkiskerfið sé endurskipulagt með það að markmiði að lækka raunkostnað í rekstri. Hugsunin verði í raun sú sama og að reka heimili þar sem heildartekjur heimilisins verða að standa undir heildarútgjöldum. Í þeim aðgerðum verði forgangsraðað þannig að staðinn sé vörður um mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun