
Fagra Ísland – dagur 2006*
Hugsað stórt
Fagra Ísland var og er fjölþætt stefna sem framfylgja þarf þvert á ráðuneyti og birtist með ólíkum hætti á ólíkum stöðum. Þannig stillti Ísland sér upp með framsæknustu þjóðum í loftslagsmálum þegar árið 2007 og hefur frá ríkjaráðstefnunni í Balí í desember 2007 gengið samhliða Evrópusambandinu í loftslagsmálum. Ný löggjöf um loftslagsmál og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um 30% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020 bera því starfi glöggt merki.
Fagra Ísland var hugsuð sem forsenda sjálfbærrar auðlindanýtingar og hefur því skýra efnahagslega þýðingu. Umbreyting Landsvirkjunar hófst með nýskipan stjórnar 2007 og nýrri rekstrarforystu 2010. Fyrirtækinu er nú ætlað að vera kjölfesta agaðrar hagstjórnar en kynda aldrei aftur ofþenslu með innspýtingum sem sköðuðu samkeppnisskilyrði annarra atvinnugreina á fyrri tíð. Landsvirkjun verður aldrei aftur ríki í ríkinu sem rutt getur til hliðar vinnulöggjöf eða vísindalegri gagnrýni. Rekstrarform norska olíusjóðsins varð til í kjölfar bankakreppunnar í Noregi á tíunda áratugnum. Nú þurfa Íslendingar að leita í þá smiðju og skapa sams konar sjálfbæra auðlindastefnu með ábyrga Landsvirkjun í fararbroddi til að varðveita og ávaxta þjóðarauðinn til langrar framtíðar.
Skipulag og upplýsingaréttur
Ný lög um skipulags- og mannvirkjamál voru samþykkt árið 2010 eftir langt undirbúnings- og lagasetningarferli. Þar voru m.a. réttindi almennra borgara við skipulagsgerð styrkt, einnig réttur og öryggi húsbyggjenda og -eigenda, og landsskipulagsstefna loks sett í landslög. Góð skipulagslöggjöf er ekki bara grundvöllur sjálfbærrar þróunar heldur líka forsenda skynsamlegrar nýtingar þeirrar takmörkuðu auðlindar sem er byggingarland í þéttbýli. Skortur á heildstæðri skipulagsstefnu kostaði íslenskt samfélag gríðarlega fjármuni í uppbyggingarkapphlaupi sveitarfélaga fyrir hrun. Innleiðing Árósasamningsins og skipun úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál hefur líka leitt í lög langþráða styrkingu upplýsingaréttar almennings á þessu sviði.
Þjóðgarðar og náttúruvernd
Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður í Evrópu, sem var stofnaður árið 2007 er um margt flaggskip nýrrar hugsunar í náttúruvernd hér á landi. Aðdráttarafl Vatnajökulsþjóðgarðs og verðmæti er óumdeilt og afar mikilvægt að skjóta enn styrkari stoðum undir starf hans og rekstur. Sú fjárfesting skilar sér margfalt í þjóðarbúið. Við erum þeirrar skoðunar að starf þjóðgarða á Íslandi eigi að setja undir einn hatt og samræma starf þeirra til hagsbóta fyrir gesti þeirra og ímynd náttúru Íslands. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt Hvítbók um náttúruvernd og frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sem byggt er á efni hennar. Óhætt er að fullyrða að Hvítbókin marki tímamót í umræðu um náttúruvernd hér á landi. Enn er þó nokkuð í land að ný náttúruverndarlöggjöf líti dagsins ljós en brýnt að Samfylkingin liggi ekki á liði sínu á Alþingi og í sveitarstjórnum um land allt í þessu ferli.
Og Rammaáætlun
Síðast en ekki síst ber að nefna Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú er til umfjöllunar og afgreiðslu á Alþingi. Margt mætti segja um Rammaáætlunarferlið sem nýju lífi var blásið í undir forystu Samfylkingarinnar fyrir rúmum fimm árum. Vinna verkefnisstjórnar var vönduð og nú hefur verið mælt fyrir tillögunni á Alþingi tvisvar en því miður geldur málið fyrir þá togstreitu sem ríkt hefur á þingi. Eins og málum er nú háttað er frekari óvissa, tafir og þrætur um einstaka nýtingarkosti engum til góðs. Engin Rammaáætlun er ekki kostur. Það er skylda Samfylkingarinnar við þessar aðstæður að styðja Rammaáætlunina í núverandi mynd.
Þótt auðvelt sé að halda því fram að hvert kjörtímabil í sögu umhverfisverndar skipti ekki máli, þá geta þau stundum gert gæfumuninn. Við brutum í blað með Fagra Íslandi og hófum nýjan kafla í umhverfis- og náttúruvernd á Íslandi. Það er ljóst, nú þegar horft er til baka eftir 2006 daga.
*fjöldi daga sem Samfylkingin hefur átt aðild að ríkisstjórn Íslands.
Skoðun

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar