Svo fáir voru þeir… Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfússyni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað. Hrunið og aldurshóparnir Í grein sinni sýnir Karl skilmerkilega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörðungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettóeignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er einfaldlega sú, að ungt fólk í blóma lífsins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentureikningur er svo brúkaður virðast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eignaflutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur", sagði Sveinn gamli þingmaður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk. Áhrifin á lífeyrisréttinn Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkisskattstjóra. Hversu mikil eignaskerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekjuskerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamarkaðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávarbyggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Telst það ekki vera „forsendubrestur"? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgarbúar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest"? Allir urðu fyrir tjóni Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun" eða „forsendubrest". Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífskjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætlist til þess að yngra fólki sé bættur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu"? Viðbrögð hinna sjálfhverfu „Sjálfhverfa kynslóðin" er ekki samnefni „hrunkynslóðar". Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skammirnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningarréttur minn vera meira virði. En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefnaleg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfússyni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað. Hrunið og aldurshóparnir Í grein sinni sýnir Karl skilmerkilega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörðungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettóeignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er einfaldlega sú, að ungt fólk í blóma lífsins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun. Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentureikningur er svo brúkaður virðast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eignaflutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur", sagði Sveinn gamli þingmaður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk. Áhrifin á lífeyrisréttinn Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkisskattstjóra. Hversu mikil eignaskerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekjuskerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamarkaðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávarbyggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Telst það ekki vera „forsendubrestur"? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgarbúar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest"? Allir urðu fyrir tjóni Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun" eða „forsendubrest". Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífskjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætlist til þess að yngra fólki sé bættur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu"? Viðbrögð hinna sjálfhverfu „Sjálfhverfa kynslóðin" er ekki samnefni „hrunkynslóðar". Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skammirnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningarréttur minn vera meira virði. En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefnaleg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun