Höfum við efni á að búa til afreksfólk? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun