Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni 22. nóvember 2012 06:00 Herskip Í Reykjavíkurhöfn Erlend ríki hafa skilning á málflutningi borgarstjóra segir aðstoðarmaður hans. Fréttablaðið/Vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar
Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira