Einar Ingi spáir að Ingi og Benni mætist í úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Þorleifur Ólafsson getur lyft lengjubikarnum í þriðja sinn á fjórum árum Fréttablaðið/Stefán Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar Árni er þarna að tala um jafnaldrana og æskufélagana Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, og Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs. Tindastóll situr í neðsta sæti Dominos-deildarinnar en hefur bitið frá sér í þessari keppni. Öll hin liðin í úrslitunum, Snæfell, Grindavík og Þór, eru meðal efstu fjögurra liðanna eftir fyrstu sjö umferðirnar. Tindastóll mætir Þór í fyrri undanúrslitaleik dagsins sem hefst klukkan 18.30. „Tindastóll er lið sem fór seint af stað og eins og svo oft áður þá eru þeir að styrkjast jafnt og þétt. Ég hefði alveg verið tilbúinn að mæta þeim í deildinni fyrir löngu síðan. Ég á þá í desember og veit að ég mun fá þá í sínum besta gír. Þetta verður langt frá því að vera eitthvað auðvelt fyrir Þórsarana," sagði Einar Árni. „Ég held að báðir leikirnir verði járn í járn sem er svolítið saga tímabilsins. Það hafa fleiri leikir en færri verið jafnir fram á síðustu sekúndur. Ég sé ekki fyrir mér einhverja stórsigra," segir Einar en hvað með uppgjör Snæfells og Grindavíkur sem mætast klukkan 20.30. „Hólmararnir eru hrikalega erfiðir á heimavelli. Það er eins og vinstri höndin á Nonna sjái stærri körfu þar. Þeir hitta alltaf svakalega vel þar og eru bara gríðarlega erfiðir heim að sækja," sagði Einar Árni og er þarna að tala um Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson sem hefur spilað afar vel í vetur. Snæfell er annað félagið sem fær Lengjubikarúrslitin á heimavelli en Keflvíkingar voru í sömu stöðu árið 2002 og unnu þá titilinn. „Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa pínulítið í þetta skiptið en ég yrði samt ekkert hissa ef Grindavík tæki sigurinn," sagði Einar Árni en Grindavík vann 110-102 sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í 27 þrista leik í Grindavík í október. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16.00 á morgun en Grindvíkingar gætu þar spilað sinn fjórða úrslitaleik í þessari keppni á síðustu fimm árum. Þór hefur aldrei unnið stóran titil í meistaraflokki en Tindastóll vann hins vegar þessa keppni fyrir þrettán árum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar Árni er þarna að tala um jafnaldrana og æskufélagana Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, og Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs. Tindastóll situr í neðsta sæti Dominos-deildarinnar en hefur bitið frá sér í þessari keppni. Öll hin liðin í úrslitunum, Snæfell, Grindavík og Þór, eru meðal efstu fjögurra liðanna eftir fyrstu sjö umferðirnar. Tindastóll mætir Þór í fyrri undanúrslitaleik dagsins sem hefst klukkan 18.30. „Tindastóll er lið sem fór seint af stað og eins og svo oft áður þá eru þeir að styrkjast jafnt og þétt. Ég hefði alveg verið tilbúinn að mæta þeim í deildinni fyrir löngu síðan. Ég á þá í desember og veit að ég mun fá þá í sínum besta gír. Þetta verður langt frá því að vera eitthvað auðvelt fyrir Þórsarana," sagði Einar Árni. „Ég held að báðir leikirnir verði járn í járn sem er svolítið saga tímabilsins. Það hafa fleiri leikir en færri verið jafnir fram á síðustu sekúndur. Ég sé ekki fyrir mér einhverja stórsigra," segir Einar en hvað með uppgjör Snæfells og Grindavíkur sem mætast klukkan 20.30. „Hólmararnir eru hrikalega erfiðir á heimavelli. Það er eins og vinstri höndin á Nonna sjái stærri körfu þar. Þeir hitta alltaf svakalega vel þar og eru bara gríðarlega erfiðir heim að sækja," sagði Einar Árni og er þarna að tala um Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson sem hefur spilað afar vel í vetur. Snæfell er annað félagið sem fær Lengjubikarúrslitin á heimavelli en Keflvíkingar voru í sömu stöðu árið 2002 og unnu þá titilinn. „Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa pínulítið í þetta skiptið en ég yrði samt ekkert hissa ef Grindavík tæki sigurinn," sagði Einar Árni en Grindavík vann 110-102 sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í 27 þrista leik í Grindavík í október. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16.00 á morgun en Grindvíkingar gætu þar spilað sinn fjórða úrslitaleik í þessari keppni á síðustu fimm árum. Þór hefur aldrei unnið stóran titil í meistaraflokki en Tindastóll vann hins vegar þessa keppni fyrir þrettán árum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira