Gefið þeim sem græddu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2012 11:00 Misgengi á þróun íbúðaverðs og lána sem varð á árunum 2008 og 2009 hefur vakið upp kröfur um lækkun verðtryggðu lánanna um allt að 20% til þess að bæta eignarýrnunina. Þykir eignarýrnunin ósanngjörn og eðlilegt talið að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar beri kostnaðinn. En þessi lýsing á hreint ekki við nema stundum og veruleg vandkvæði eru á því að framkvæma skuldaniðurfellinguna þannig að sanngjarnt verði. Húsnæðislán eru veitt til 25-40 ára. Ekki er hægt að líta til misgengis á einu afmörkuðu tímabili heldur verður að gera leiðréttingar yfir allan lánstímann. Þá verður að leiðrétta misgengi á báða vegu, bæði þegar íbúðareigandi tapar og líka þegar hann hagnast vegna þess að íbúðarverð hækkar meira en lánin. Það er engan veginn sanngjarnt að hagnaður sé einkavæddur en tapið sent til skattgreiðenda eða ömmu og afa. Loks verður að bæta misgengi sem verður vegna annarra orsaka en bankahruns eins og til dæmis vegna breytinga í atvinnulífi einstakra byggðarlaga. Mörg dæmi eru um mikið verðfall fasteigna á undanförnum áratugum víða um landið, jafnvel mun meira en nú varð á höfuðborgarsvæðinu, og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar gerir það að verkum að ekki verður hægt að mismuna íbúðareigendum eftir staðsetningu fasteignar, orsökum hruns eða hvenær það varð. Lítum á dæmi um fasteign á höfuðborgarsvæðinu sem keypt var í ársbyrjun 2000. Gert er ráð fyrir að hún hafi kostað 15 m.kr. og viðskiptabankinn hafi lánað fyrir öllu kaupverðinu til 25-40 ára verðtryggt. Til einföldunar er gert ráð fyrir að ekkert hafi verið greitt af láninu nema vextir. Miðað við markaðsverð í dag myndi íbúðin seljast á 39 m.kr. en lánið stæði í 31 m.kr. Kaupandinn sem ekkert átti í upphafi hefur eignast fyrirhafnarlaust 8 m.kr. og á 20% skuldlausan eignarhlut. Krafan um 20% lækkun lánsins þýðir að viðkomandi yrðu færðar á silfurfati 6 m.kr. til viðbótar. Hvaða ranglæti er verið að lagfæra? Með vaxandi kaupmætti á næstu árum mun íbúðarverð hækka umfram hækkun lánsins. Þá á íbúðareigandinn eignaaukninguna einn og lífeyrisþeginn sem greiddi lækkun lánsins fær ekkert. Hvar er sanngirnin í þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Sjá meira
Misgengi á þróun íbúðaverðs og lána sem varð á árunum 2008 og 2009 hefur vakið upp kröfur um lækkun verðtryggðu lánanna um allt að 20% til þess að bæta eignarýrnunina. Þykir eignarýrnunin ósanngjörn og eðlilegt talið að skattgreiðendur eða lífeyrisþegar beri kostnaðinn. En þessi lýsing á hreint ekki við nema stundum og veruleg vandkvæði eru á því að framkvæma skuldaniðurfellinguna þannig að sanngjarnt verði. Húsnæðislán eru veitt til 25-40 ára. Ekki er hægt að líta til misgengis á einu afmörkuðu tímabili heldur verður að gera leiðréttingar yfir allan lánstímann. Þá verður að leiðrétta misgengi á báða vegu, bæði þegar íbúðareigandi tapar og líka þegar hann hagnast vegna þess að íbúðarverð hækkar meira en lánin. Það er engan veginn sanngjarnt að hagnaður sé einkavæddur en tapið sent til skattgreiðenda eða ömmu og afa. Loks verður að bæta misgengi sem verður vegna annarra orsaka en bankahruns eins og til dæmis vegna breytinga í atvinnulífi einstakra byggðarlaga. Mörg dæmi eru um mikið verðfall fasteigna á undanförnum áratugum víða um landið, jafnvel mun meira en nú varð á höfuðborgarsvæðinu, og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar gerir það að verkum að ekki verður hægt að mismuna íbúðareigendum eftir staðsetningu fasteignar, orsökum hruns eða hvenær það varð. Lítum á dæmi um fasteign á höfuðborgarsvæðinu sem keypt var í ársbyrjun 2000. Gert er ráð fyrir að hún hafi kostað 15 m.kr. og viðskiptabankinn hafi lánað fyrir öllu kaupverðinu til 25-40 ára verðtryggt. Til einföldunar er gert ráð fyrir að ekkert hafi verið greitt af láninu nema vextir. Miðað við markaðsverð í dag myndi íbúðin seljast á 39 m.kr. en lánið stæði í 31 m.kr. Kaupandinn sem ekkert átti í upphafi hefur eignast fyrirhafnarlaust 8 m.kr. og á 20% skuldlausan eignarhlut. Krafan um 20% lækkun lánsins þýðir að viðkomandi yrðu færðar á silfurfati 6 m.kr. til viðbótar. Hvaða ranglæti er verið að lagfæra? Með vaxandi kaupmætti á næstu árum mun íbúðarverð hækka umfram hækkun lánsins. Þá á íbúðareigandinn eignaaukninguna einn og lífeyrisþeginn sem greiddi lækkun lánsins fær ekkert. Hvar er sanngirnin í þessu?
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun