Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Guðmundur D. Haraldsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun