Messenger, könnunarfar bandarísku geimferðastofnunarinnar, hefur sent til jarðar upplýsingar um að finna megi ís í skyggðum gígum nærri norðurpól plánetunnar. Yfir ísnum sé þunnt og dökkt lag af lífrænum efnum sem hylur ísinn á köflum.
Talið er að ísinn og lífræna efnið hafi borist til Merkúrs með loftsteinum fyrir milljónum eða hundruðum milljóna ára.
Könnunarfarið er á sporbaug umhverfis innstu plánetu sólkerfisins og kastar leysigeisla á yfirborð plánetunnar. Könnunarfarið greinir svo geislana sem endurkastast.
Messenger var sent í átt til Merkúrs árið 2004 og komst á sporbaug um plánetuna í fyrra.
Ís og lífræn efni á Merkúr
ÞÞH skrifar
