Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Kolbeinn Tumi Daðason. skrifar 14. desember 2012 08:00 Helena Sverrisdóttir varð tvöfaldur meistari með Good Angels Kosice í fyrra en hún hefur leikið fyrstu tvö ár sín í atvinnumennsku með slóvakíska liðinu. mynd/Good Angels Kosice Helena Sverrisdóttir spilaði tæpar átján mínútur í tíu stiga sigri Good Angels Kosice á rússneska liðinu Nadezhda Orenburg í Evrópudeildinni á miðvikudagskvöld. Tækifæri Helenu framan af tímabili voru af skornum skammti en nú virðist vera að birta til. „Þetta er loksins að gerast hægt og rólega. Þjálfarinn er að treysta mér betur og ég fæ fleiri mínútur sem er ágætt," sagði Helena og var sátt með framlag sitt í leiknum. „Mér fannst ég standa mig mjög vel. Ég tók reyndar bara eitt skot en spilaði fína vörn og tók sjö fráköst sem er jákvætt. Að fá átján mínútur í svona hörkuleik er mjög gott. Mamma og pabbi voru á leiknum og þau sögðust aldrei nokkurn tímann hafa séð kvennakörfubolta á svo háu stigi," sagði Helena. Hafnarfjarðarmærin 24 ára hefur notið félagsskapar foreldranna síðustu tíu daga. „Þau fóru reyndar heim í morgun en það er búið að vera mjög ljúft að hafa þau," segir Helena.Ósigrandi á heimavelli Helena og félagar standa vel að vígi í riðli sínum í Evrópudeildinni eftir sjö leiki. „Það eru fjögur lið sem eru mjög jöfn. Í þessi keppni er mjög erfitt að vinna á útivelli. Við höfum enn ekki tapað heima sem er mjög mikilvægt," segir Helena og kann greinilega vel við sig á heimavelli. „Í gær var frábær stemning. Húsið var nánast fullt og fólk syngjandi og klappandi allan leikinn. Ég held að allur stuðningurinn sé stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki tapað þarna í vetur," segir Helena. „Jafnvel þótt við byrjum illa eða eigum slæma kafla þá líður okkur vel vitandi að þetta er okkar staður. Við komum alltaf til baka og það er mjög gaman að spila hérna," segir Helena.Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Helena viðurkennir að lífið í Kosice hafi verið erfitt framan af tímabili. „Algjörlega. Mér leið ekkert vel. Á þessu stigi er körfubolti það eina sem maður gerir og það eina sem maður hugsar um. Þegar það gengur illa og þjálfarinn trúir ekki á þig eða annað er þetta mjög erfitt. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég hef þurft að sitja á bekknum í 35 mínútur í leik svo þetta var mjög erfitt," segir Helena sem naut góðs af stuðningi foreldranna og vinkvenna í liðinu. „Mamma og pabbi töluðu við mig á hverjum degi og voru dugleg að hvetja mig áfram. Sömuleiðis vinkonur mínar úr liðinu því þeim fannst líkt og mér að ég ætti að spila meira. Ég hélt áfram að gera mitt besta á æfingum og þegar tækifærið kom var ég tilbúin," segir Helena en brotthvarf bandarísks leikmanns í byrjun nóvember opnaði dyr fyrir Helenu. „Það var mikið drama í kringum hana og hún var látin fara. Þá loksins fékk ég stærra hlutverk. Mér tókst að standa mig og síðan þá hefur þetta verið á uppleið. Þjálfarinn var ekki að nota mig mikið en svo fékk ég tækifærið og sýndi honum að ég ætti að fá að spila meira." Æft skotin aukalega Skotnýting Helenu í Evrópudeildinni fyrir utan þriggja stiga línuna hefur vakið athygli. Eina skot Helenu í leiknum á miðvikudagskvöldið rataði ofan í en hún er með 50 prósent nýtingu sem verður að teljast afar gott. Helena segir að það hafi tekið tíma að venjast því hve miklu utar þriggja stiga línan sé í Evrópuboltanum en í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. „Það var mikil breyting og ég vissi að ég þyrfti að bæta skotin. Ég var ekki að skjóta vel á undirbúningstímabilinu og fyrstu leikjunum í deildinni svo ég fór að taka þrjár til fjórar skotæfingar aukalega í viku," segir Helena og æfingarnar hafa skilað sér. „Ég hef fundið það að ég er að skjóta miklu betur í leikjum þegar ég er að skjóta aukalega svo ég mun halda því áfram."Við erum öll frá sama landinu Helena fór mikinn með íslenska landsliðinu í körfubolta á Norðurlandamótinu og var valin í úrvalslið keppninnar. Liðið lenti í þriðja sæti en óséð er hvert næsta verkefni liðsins verður. Karlalandsliðið í körfubolta leikur í Evrópukeppni á næsta ári líkt og í ár en kvennalið verður ekki sent til keppni. „Að sjálfsögðu er þetta leiðinlegt," segir Helena en tekur fram að hún sé mjög ánægð fyrir hönd karlaliðsins. „Það er leiðinlegt að sjá fótboltalandsliðið og handboltalandsliðið spila leiki. Við vorum vissulega með á Norðurlandamótinu en þar á undan spiluðum við ekki landsleik í tvö ár. Manni finnst þetta frekar ósanngjarnt enda erum við öll frá sama landinu. Við erum í einni af stóru íþróttagreinunum þremur. Af hverju getum við ekki líka tekið þátt?" segir Helena. Hún ber þá von í brjósti að körfuknattleikssambandinu takist að finna fjármagn til þess að senda landsliðið til þátttöku á Evrópumótinu að ári. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Helena Sverrisdóttir spilaði tæpar átján mínútur í tíu stiga sigri Good Angels Kosice á rússneska liðinu Nadezhda Orenburg í Evrópudeildinni á miðvikudagskvöld. Tækifæri Helenu framan af tímabili voru af skornum skammti en nú virðist vera að birta til. „Þetta er loksins að gerast hægt og rólega. Þjálfarinn er að treysta mér betur og ég fæ fleiri mínútur sem er ágætt," sagði Helena og var sátt með framlag sitt í leiknum. „Mér fannst ég standa mig mjög vel. Ég tók reyndar bara eitt skot en spilaði fína vörn og tók sjö fráköst sem er jákvætt. Að fá átján mínútur í svona hörkuleik er mjög gott. Mamma og pabbi voru á leiknum og þau sögðust aldrei nokkurn tímann hafa séð kvennakörfubolta á svo háu stigi," sagði Helena. Hafnarfjarðarmærin 24 ára hefur notið félagsskapar foreldranna síðustu tíu daga. „Þau fóru reyndar heim í morgun en það er búið að vera mjög ljúft að hafa þau," segir Helena.Ósigrandi á heimavelli Helena og félagar standa vel að vígi í riðli sínum í Evrópudeildinni eftir sjö leiki. „Það eru fjögur lið sem eru mjög jöfn. Í þessi keppni er mjög erfitt að vinna á útivelli. Við höfum enn ekki tapað heima sem er mjög mikilvægt," segir Helena og kann greinilega vel við sig á heimavelli. „Í gær var frábær stemning. Húsið var nánast fullt og fólk syngjandi og klappandi allan leikinn. Ég held að allur stuðningurinn sé stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki tapað þarna í vetur," segir Helena. „Jafnvel þótt við byrjum illa eða eigum slæma kafla þá líður okkur vel vitandi að þetta er okkar staður. Við komum alltaf til baka og það er mjög gaman að spila hérna," segir Helena.Aldrei áður þurft að sitja á bekknum Helena viðurkennir að lífið í Kosice hafi verið erfitt framan af tímabili. „Algjörlega. Mér leið ekkert vel. Á þessu stigi er körfubolti það eina sem maður gerir og það eina sem maður hugsar um. Þegar það gengur illa og þjálfarinn trúir ekki á þig eða annað er þetta mjög erfitt. Þetta er í fyrsta skipti á ferlinum sem ég hef þurft að sitja á bekknum í 35 mínútur í leik svo þetta var mjög erfitt," segir Helena sem naut góðs af stuðningi foreldranna og vinkvenna í liðinu. „Mamma og pabbi töluðu við mig á hverjum degi og voru dugleg að hvetja mig áfram. Sömuleiðis vinkonur mínar úr liðinu því þeim fannst líkt og mér að ég ætti að spila meira. Ég hélt áfram að gera mitt besta á æfingum og þegar tækifærið kom var ég tilbúin," segir Helena en brotthvarf bandarísks leikmanns í byrjun nóvember opnaði dyr fyrir Helenu. „Það var mikið drama í kringum hana og hún var látin fara. Þá loksins fékk ég stærra hlutverk. Mér tókst að standa mig og síðan þá hefur þetta verið á uppleið. Þjálfarinn var ekki að nota mig mikið en svo fékk ég tækifærið og sýndi honum að ég ætti að fá að spila meira." Æft skotin aukalega Skotnýting Helenu í Evrópudeildinni fyrir utan þriggja stiga línuna hefur vakið athygli. Eina skot Helenu í leiknum á miðvikudagskvöldið rataði ofan í en hún er með 50 prósent nýtingu sem verður að teljast afar gott. Helena segir að það hafi tekið tíma að venjast því hve miklu utar þriggja stiga línan sé í Evrópuboltanum en í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. „Það var mikil breyting og ég vissi að ég þyrfti að bæta skotin. Ég var ekki að skjóta vel á undirbúningstímabilinu og fyrstu leikjunum í deildinni svo ég fór að taka þrjár til fjórar skotæfingar aukalega í viku," segir Helena og æfingarnar hafa skilað sér. „Ég hef fundið það að ég er að skjóta miklu betur í leikjum þegar ég er að skjóta aukalega svo ég mun halda því áfram."Við erum öll frá sama landinu Helena fór mikinn með íslenska landsliðinu í körfubolta á Norðurlandamótinu og var valin í úrvalslið keppninnar. Liðið lenti í þriðja sæti en óséð er hvert næsta verkefni liðsins verður. Karlalandsliðið í körfubolta leikur í Evrópukeppni á næsta ári líkt og í ár en kvennalið verður ekki sent til keppni. „Að sjálfsögðu er þetta leiðinlegt," segir Helena en tekur fram að hún sé mjög ánægð fyrir hönd karlaliðsins. „Það er leiðinlegt að sjá fótboltalandsliðið og handboltalandsliðið spila leiki. Við vorum vissulega með á Norðurlandamótinu en þar á undan spiluðum við ekki landsleik í tvö ár. Manni finnst þetta frekar ósanngjarnt enda erum við öll frá sama landinu. Við erum í einni af stóru íþróttagreinunum þremur. Af hverju getum við ekki líka tekið þátt?" segir Helena. Hún ber þá von í brjósti að körfuknattleikssambandinu takist að finna fjármagn til þess að senda landsliðið til þátttöku á Evrópumótinu að ári.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik