

Sorgarsaga
Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði.
Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með.
Full af gremju
En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu.
Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara.
Misskilningur
Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri.
Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur.
Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er.
Skoðun

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar

Vanfjármögnun vísindanna
Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar

Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól
Davíð Michelsen skrifar

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera?
Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar