Húsnæðislán, Svíþjóð og Ísland 20. desember 2012 06:00 Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar