Af hverju ekki að tryggja lýðræði í sjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 20. desember 2012 06:00 Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni?
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar