Allir að hamra inn nagla Pawel Bartoszek skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar