Að dæma fólk í örbirgð Guðmundur Magnússon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur. Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu. Þróunin síðustu ár Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar, eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyrisgreiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjarasamninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyrisgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerðingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberuppbót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega. Aftur úr lægstu launatöxtum Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrúar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkanirnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu prósentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkanir kjarasamninga. Hvað er hliðstætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkunar í þá veru. Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvember) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og til að fjárhæðirnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun. Samanburður við verðlagsþróun Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verðlag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun. Áskorun til stjórnvalda Mikilvægt er að almannatryggingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævilanga örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frítekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjutengingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu. ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktargildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efnahagshrunsins. Ekkert um okkur án okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur. Mikilvægt er að hafa það í huga að örorkugreiðslur eru yfirleitt framfærsla til lengri tíma fyrir fólk sem oft á tíðum ber mikinn kostnað vegna fötlunar sinnar og veikinda. Almennt er talið að öryrkjar þurfi 15-30% hærri tekjur en aðrir til að njóta sömu lífskjara, þar sem heilbrigðiskostnaður er meiri hjá þeim og einnig kostnaður vegna kaupa á margvíslegri þjónustu. Þróunin síðustu ár Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum tekjuskerðingum síðustu ár og hafa bætur ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar, eins og Öryrkjabandalag Íslands hefur margoft bent á. Að auki hafa lífeyrisgreiðslur almennt hvorki fylgt verðlagi né hækkun lágmarkstekjutryggingar í dagvinnu (lægstu taxtar), samanber kjarasamninga milli ASÍ og SA frá maí 2011. Eina undantekningin frá þessari þróun er hækkunin í júní 2011, en þá hækkuðu lífeyrisgreiðslur almannatrygginga á sama hátt og lágmarkstekjutrygging í dagvinnu. Sú hækkun náði þó ekki að leiðrétta skerðingar fyrri ára. Önnur ár voru greiðslur almannatrygginga annaðhvort frystar eða hækkuðu minna en verðlag og/eða launaþróun. Með síðasta útspili, 3,9% hækkun fyrir árið 2013, er þessi þróun enn fest í sessi. Þess má einnig geta að desemberuppbót lífeyrisþega er mun lægri en desemberuppbót launþega. Aftur úr lægstu launatöxtum Ef við skoðum fyrst samanburð við hækkun lágmarkstaxta, þá hækkuðu þeir um 11.000 kr. í febrúar 2012 og munu hækka aftur um sömu krónutölu í febrúar 2013. Á árinu 2012 hækkuðu greiðslur almannatrygginga á bilinu 5.700-6.700 kr. Hækkanirnar í krónutölum eru svipaðar fyrir árið 2013. Árið 2012 fengu bætur til lífeyrisþega sömu prósentuhækkun (3,5%) og samið var um fyrir almennar hækkanir kjarasamninga. Hvað er hliðstætt við að hækka greiðslur til lífeyrisþega um rúmlega 5.000 – 6.000 kr. og meðaltekjur (400.000 kr.) um 14.000 kr.? Af tölunum má sjá að hér er engan veginn um hliðstæða hækkun að ræða, þrátt fyrir tilburði ráðherra til túlkunar í þá veru. Jafnframt er ljóst að verðbólga fyrir árið 2012 er hærri en 3,9%. Verðbólga hefur verið á uppleið síðustu mánuði og sem dæmi má geta þess að á síðustu þremur mánuðum (september – nóvember) var hún 5,6%. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hið opinbera hækki álögur/gjöld um 4,6% í takt við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og til að fjárhæðirnar haldi raungildi sínu. Bætur lífeyrisþega halda ekki raungildi með 3,9% hækkun. Samanburður við verðlagsþróun Hækkun um 3,9% í janúar 2013 bætir ekki kjör lífeyrisþega, kjör sem hafa versnað mikið síðustu ár. Líklega dylst engum að verðlag, m.a. á ýmsum nauðsynjum, hefur hækkað mikið síðustu ár. Verðbólgan á árinu 2008 var til að mynda 18,6%. Við samanburð á hækkun bóta almannatrygginga og vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 42,5% á tímabilinu á meðan bætur almannatrygginga hækkuðu einungis um 27,5%. Hækkun bóta á tímabilinu heldur því engan veginn í við verðlagsþróun. Áskorun til stjórnvalda Mikilvægt er að almannatryggingakerfið geri fólki kleift að lifa með reisn en sé ekki dæmt í ævilanga örbirgð. Brýnt er að draga úr tekjutengingum og hækka frítekjumörk og tekjuviðmið til að koma í veg fyrir að fólk festist í fátæktargildru. Miklar tekjutengingar draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks til að lifa sjálfstæðu lífi, stunda atvinnu, byggja upp varasjóð og stofna fjölskyldu. ÖBÍ hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að virða rétt allra til mannsæmandi lífeyris og hverfa frá þeim innbyggðu fátæktargildrum sem eru í núverandi kerfi. Þá er krafa bandalagsins að stjórnvöld dragi til baka þær skerðingar sem gerðar voru á kjörum öryrkja í kjölfar efnahagshrunsins. Ekkert um okkur án okkar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun