Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2013 20:09 Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30