Þessi fallegi og dömulegi peplum kjóll frá Stellu McCartney virðist vera afar vinsæll meðal stjarnanna í Hollywood. Kjóllinn er úr haust- og vetrarlínu McCartney árið 2011, en þrátt fyrir að það séu meira en tvö ár síðan við sáum hann fyrst á sýningarpallinum virðist hann vera vinsælli en nokkru sinni fyrr, enda klassískur og frekar öruggt val fyrir rauða dregilinn eða partý í Hollywood. Hér eru nokkrar stjörnur sem féllu fyrir kjólnum.
Fyrirsætan Chrissy Teigen í kjólnum góða á rauða dreglinum í síðustu viku.Liv Tyler klæddist kjólnum á dögunum.Kate Walsh.Brooklyn Decker.