Skuldir Aurum Holding niðurfærðar fyrir sölu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. febrúar 2013 11:18 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Mynd/ Stefán. Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérstakur saksóknari lagði meðal annars fram gögn um að hlutafé fyrirtækisins hefði verð fært niður í núll á árunum 2009/2010. Á sama tíma hafi skuldir félagsins einnig verið niðurfærðar verulega, en Vísir er ekki með upplýsingar að hve miklu leyti þær voru niðurfærðar. Þessar upplýsingar voru lagðar fram vegna bréfs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara um að Aurum Holding hafi verið selt bandaríska fjárfestingasjóðnum Apollo í fyrra fyrir því sem nemur 36 milljörðum íslenskra króna. Ákæran í Aurum málinu lýtur að sex milljarða króna láni Glitnis til félagsins FS38 til kaupa á 26% hlut í Aurum Holding, en sérstakur saksóknari telur að hluturinn hafi verið keyptur á yfirverði og áhættunni af láninu hafi allri verið velt yfir á Glitni banka. Sagt hefur verið frá því, meðal annars hér á Vísi að, í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Næsta fyrirtaka í Aurum málinu verður þann 3. apríl næstkomandi. Aurum Holding málið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérstakur saksóknari lagði meðal annars fram gögn um að hlutafé fyrirtækisins hefði verð fært niður í núll á árunum 2009/2010. Á sama tíma hafi skuldir félagsins einnig verið niðurfærðar verulega, en Vísir er ekki með upplýsingar að hve miklu leyti þær voru niðurfærðar. Þessar upplýsingar voru lagðar fram vegna bréfs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara um að Aurum Holding hafi verið selt bandaríska fjárfestingasjóðnum Apollo í fyrra fyrir því sem nemur 36 milljörðum íslenskra króna. Ákæran í Aurum málinu lýtur að sex milljarða króna láni Glitnis til félagsins FS38 til kaupa á 26% hlut í Aurum Holding, en sérstakur saksóknari telur að hluturinn hafi verið keyptur á yfirverði og áhættunni af láninu hafi allri verið velt yfir á Glitni banka. Sagt hefur verið frá því, meðal annars hér á Vísi að, í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Næsta fyrirtaka í Aurum málinu verður þann 3. apríl næstkomandi.
Aurum Holding málið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira